UFC hélt bardagakvöld í Liverpool í kvöld þar sem þeir Darren Till og Stephen Thompson mættust í aðalbardaga kvöldsins.
Darren Till sigraði Stephen Thompson í aðalbardaga kvöldsins á sínum heimavelli. Bardaginn var engin flugeldasýning og afar taktískur. Till hafði betur í augum dómara en deilt er um ákvörðun dómaranna.
Framan af var bardagakvöldið ekki skemmtilegt en fjörið jókst þegar leið á kvöldið. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Hentivigt (174,5 pund): Darren Till sigraði Stephen Thompson eftir einróma dómaraákvörðun (48-47, 49-46, 49-46).
Veltivigt: Neil Magny sigraði Craig White með tæknilegu rothöggi eftir 4:32 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Arnold Allen sigraði Mads Burnell með uppgjafartaki (ninja choke) eftir 2:41 í 3. lotu.
Fjaðurvigt: Makwan Amirkhani sigraði Jason Knight eftir klofna dómaraákvörðun (27-30, 29-28, 29-28).
Veltivigt: Cláudio Silva sigraði Nordine Taleb með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:31 í 1. lotu.
Millivigt: Darren Stewart sigraði Eric Spicely með tæknilegu rothöggi eftir 1:47 í 2. lotu.
Fox Sports 1 upphitunarbardagar:
Millivigt: Tom Breese sigraði Dan Kelly með tæknilegu rothöggi eftir 3:33 í 1. lotu.
Bantamvigt kvenna: Lina Lansberg sigraði Gina Mazany eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Carlo Pedersoli Jr. sigraði Brad Scott eftir klofna dómaraákvörðun.
Hentivigt (127 pund): Gillian Robertson sigraði Molly McCann með uppgjafartaki eftir 2:05 í 2. lotu.
UFC Fight Pass upphitunarbardagar:
Millivigt: Elias Theodorou sigraði Trevor Smith eftir dómaraákvörðun.
Pétur Marinó Jónsson
-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Er Cain ennþá sami bardagamaður árið 2019? - February 15, 2019
- Björn Lúkas fær bardaga í Dubai í mars - February 14, 2019
- Nicolas Dalby undirbýr sig fyrir titilbardaga á Íslandi - February 13, 2019