spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDarren Till vill mæta Robert Whittaker í London - Whittaker til

Darren Till vill mæta Robert Whittaker í London – Whittaker til

Darren Till vill aðeins fá þá bestu í millivigtinni og beinir nú spjótum sínum að fyrrum meistaranum Robert Whittaker.

Darren Till átti góða frumraun í millivigtinni þegar hann sigraði Kelvin Gastelum á UFC 244 í nóvember. Það var mikilvægur sigur fyrir hann en sigurinn kom honum í 5. sæti á styrkleikalistann í millivigtinni.

Till vill fá Robert Whittaker næst og mæta honum í London.

Whittaker tók smástund að svara Till en virðist vera til í það.

UFC hefur verið með bardagakvöld í London í mars á síðustu þremur árum og má búast við að UFC heimsæki London á fyrstu ársfjórðungi næsta árs.

Bardaginn gegn Whittaker yrði gríðarlega spennandi en Whittaker var millivigtarmeistari UFC þar til hann tapaði beltinu til Israel Adesanya í október. Talið er að Adesanya mæti Romero á næsta ári en Till var lítið spenntur fyrir því að mæta Yoel Romero eins og hann grínaðist með á Twitter.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular