Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentShogun ætlar að hætta eftir tvo bardaga

Shogun ætlar að hætta eftir tvo bardaga

Mauricio ‘Shogun’ Rua mætir Paul Craig á UFC bardagakvöldinu í Sao Paulo á laugardaginn. Shogun segist ætla að hætta eftir tvo bardaga.

Shogun verður 38 ára gamall síðar í mánuðinum. Honum hefur gengið ágætlega á undanförnum árum og unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum. Þrátt fyrir það velta því margir fyrir sér hversu lengi hann ætlar að halda þessu áfram.

Shogun sagði í samtali við MMA Fighting að hann eigi tvo bardaga eftir á samningi sínum (þar með talinn bardaginn gegn Craig) en eftir þá bardaga ætlar hann að hætta. Mamma hans og eiginkona hafa lengi hvatt hann til að hætta en Shogun ekki haft áhuga á því. Shogun gifti sig fyrir um áratug síðan og lofaði eiginkonunni þá að taka tvo bardaga í viðbót og hætta svo. Hann hefur heldur betur svikið það loforð.

Shogun lítur á hvern bardaga sem þann síðasta á ferlinum og hefur gert lengi. Þó hann segi núna að hann ætli að hætta eftir tvo bardaga viðurkennir hann samt að það gæti breyst.

„Fólk er alltaf að spurja mig hvers vegna ég held áfram að berjast. Ég mun hætta þegar ég vil hætta. Ég er sá eini sem hefur unnið titil í UFC og PRIDE. Ég er í frægðarhöll UFC og er fjárhagslega vel stæður. Ég mun hætta þegar ég vil hætta. Ég mun hætta þegar líkaminn er farinn að gefa sig og viðbrögðin hverfa,“ sagði Shogun við MMA Fighting.

Shogun hefur ekki barist í 11 mánuði eða síðan hann vann Tyson Pedro í desember. Eftir sigurinn þurfti Shogun að fara í aðgerð á þumli en Shogun hefur ekki hugmynd um hversu oft hann hefur farið í skurðaðgerð.

Shogun mætir Paul Craig í næstsíðasta bardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Sao Paulo á laugardaginn. Upphaflega átti Shogun að mæta Sam Alvey en Alvey meiddist og kom Craig inn í staðinn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular