0

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Blachowicz vs. Jacare?

UFC er með lítið bardagakvöld í Sao Paulo í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jan Blachowicz og Ronaldo ‘Jacare’ Souza en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1:00. Allir bardagarnir verða sýndir á Fight Pass rás UFC á Íslandi.

Það var smá vesen í vigtuninni í gær. Þær Vanessa Melo og Tracy Cortez voru upphaflega 136,5 pund í vigtuninni í gær eða hálfu pundi of þungar fyrir bantamvigtarbardaga þeirra. Eftir vigtunina kom í ljós að vigtin var ekki rétt stillt og voru þær því sagðar þyngri en þær reyndust vera. Vigtin sýndi þær 0,7 pundi þyngri en þær voru. Eftir leiðréttinguna var ákvarðað að þær hefðu báðar náð vigt.

Léttþungavigtin verður í aðalhlutverki í kvöld þar sem tveir síðustu bardagarnir verða í þeim flokki. Jacare fer upp í léttþungavigt og verður áhugavert að sjá hvað hann getur gert þar. Gamli refurinn Mauricio ‘Shogun’ Rua mætir síðan Paul Craig í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Shogun átti upphaflega að mæta Sam Alvey en Alvey meiddist. Hér má sjá hvaða bardagar eru á dagskrá í kvöld.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 1:00)

Léttþungavigt: Jan Błachowicz gegn Ronaldo Souza
Léttþungavigt: Maurício Rua gegn Paul Craig
Léttvigt: Charles Oliveira gegn Jared Gordon
Millivigt: Antonio Arroyo gegn Andre Muniz
Millivigt: Markus Perez gegn Wellington Turman

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00)

Veltivigt: Sérgio Moraes gegn James Krause
Fjaðurvigt: Ricardo Ramos gegn Luiz Eduardo Garagorri
Léttvigt: Francisco Trinaldo gegn Bobby Green
Veltivigt: Warlley Alves gegn Randy Brown
Fjaðurvigt: Douglas Silva de Andrade gegn Renan Barão
Hentivigt (130,5 pund)*: Ariane Lipski gegn Isabella de Padua
Bantamvigt kvenna: Vanessa Melo gegn Tracy Cortez

*Isabella de Padua náði ekki vigt.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.