Renzo Gracie, skipuleggjandi World Jiu-Jitsu Expo hefur tilkynnt að Dean Lister og Rousimar Palhares muni mætast í 20 mínútna glímu, þar sem engin stig eru skoruð, bara uppgjafartak ræður úrslitum á sýningunni sem haldin verður í Kaliforníu helgina 9. til 10. nóvember.
Renzo segir um Toquinho að hann hafi alltaf viljað fá hann til að glíma á sýningunni, en viljað fá hann ennþá meira eftir að fólk fór að gagnrýna hann:
„Hann er frábær náungi, ótrúlegur glímumaður og ég hef mikla virðingu fyrir honum, hann er góð ýmind fyrir íþróttina“, segir Renzo um Palhares.
Dean Lister er að koma til baka eftir að hafa unnið silfurverðlaun á ADCC í Peking í ár. Lister, sem er mikill Mjölnis maður, hefur Harald Nelson sem umboðsmann sinn í MMA í Evrópu. Haraldur hefur mikil og góð tengsl við Renzo og því spurning hvort Haraldur hafi haft milligöngu um þátttöku Dean Lister á þessu móti.
Eitt er hins vegar víst, þetta verður mikil glíma tveggja fótalása sérfræðinga sem fáir trúa að muni enda öðruvísi en með uppgjafartaki. Til gamans má geta að Dean Lister hefur ekki verið „kláraður“ í glímu síðan árið 1997 og einu töp hans í MMA eru eftir dómaraúrskurð.
Áhugavert viðtal við Lister frá 23. október.