Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentDemetrious Johnson vill fá betur borgað enda lemur hann ekki konur og...

Demetrious Johnson vill fá betur borgað enda lemur hann ekki konur og notar ekki kókaín

Demetrious Johnson átti enn eina frábæru frammistöðuna í gær þegar hann kláraði Wilson Reis í gær. Johnson var heiðarlegur á blaðamannafundinum og sagðist vilja fá betur borgað.

Sigurinn í gær var tíunda titilvörn Johnson í fluguvigtinni og hefur hann þar með jafnað met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í UFC. Í viðtalinu í búrinu eftir bardagann sagðist hann vilja næst fá milljón dollara í laun.

Á blaðamannafundinum eftir bardagann færði hann rök fyrir því hvers vegna hann ætti að fá svo vel borgað.

„Ég er búinn að vera að gera þetta í langan tíma. Ég er hliðhollur fyrirtækinu [UFC], ég gagnrýni ekki fyrirtækið, ég gagnrýni ekki andstæðinga mína, ég næ alltaf vigt, hef aldrei notað nein lyf, ég er ekki heima að berja konuna mína, valda árekstri, nota kókaín og allt þetta. Ég ætla að biðja um mikið. Ég er bara tölvuleikjanörd. Það eina sem ég geri er að drekka bjór, spila tölvuleiki og skipti um bleyjur,“ sagði Johnson.

Johnson og Jon Jones eru tveir bestu bardagamenn heims, pund fyrir pund, en ólíkt Jones er Johnson aldrei í veseni eins og hann bendir réttilega á. Blaðamannafundinn með Johnson má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular