Sunday, April 21, 2024
HomeErlentMyndband: Brian Stann fer í vax eftir að hafa tapað veðmáli

Myndband: Brian Stann fer í vax eftir að hafa tapað veðmáli

UFC lýsandinn og fyrrum bardagamaðurinn Brian Stann neyddist til að vaxa á sér lappirnar á dögunum. Þetta þurfti hann að gera eftir að hafa tapað veðmáli við Jon Anik.

Þeir Jon Anik og Brian Stann lýstu UFC bardagakvöldinu á laugardaginn í Kansas. Þeir nýttu ferðina vel og innheimti Anik gamalt veðmál sem hann vann.

Þeir Anik og Stann veðjuðu sín á milli um úrslit Super Bowl leiksins á milli New England Patriots og Atlanta Falcons fyrr á árinu. Patriots unnu leikinn og vann Anik því veðmálið.

Stann neyddist því til að vaxa á sér lappirnar og gerðu þeir Anik og Stann sér ferð á snyrtistofu í Kansas þar sem málið var klárað.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular