spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDemian Maia: Ætla ekki að selja mig bara af því ég vil...

Demian Maia: Ætla ekki að selja mig bara af því ég vil verða meistari

UFC 211 fór fram í Dallas í gærkvöldi. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins sigraði Demian Maia Jorge Masvidal.

Þetta var sjöundi sigur Maia í röð í veltivigtinni og sagði Dana White, forseti UFC, að Maia fengi næsta titilbardaga. Þetta var jafnframt hans 19. sigur í UFC og situr hann nú í öðru sæti yfir flesta sigra í UFC á eftir millivigtarmeistaranum Michael Bisping sem er með 20 sigra.

Það tók sinn tíma fyrir Maia að fá titilbardagann (það er þó ekkert staðfest í þessum efnum en gefum okkur það að White standi við orðin sín) og voru margir á því að hann þyrfti að láta í sér heyra ef hann ætlaði að fá titilbardagann.

Eins og sást á blaðamannafundinum á föstudaginn eru allir að reyna að selja bardaga með skítkasti, rifrildum og látum. Maia er aftur á móti einn sá hæglátasti í bransanum og er ekki að rífa kjaft í fjölmiðlum. Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley sagði að Maia myndi alltaf vera sami kurteisi maðurinn eftir hvern sigur sem skilar honum litlu og að hann kunni ekki að selja bardaga.

„Mér er sama, þannig er minn persónuleiki. Ég ætla ekki að selja mig bara af því ég vil verða meistari, bara til að græða meira. Ég sel mig ekki. Ég er eins og ég er. Mig langar ekki að breytast. Það væru stór mistök að reyna að geðjast öllum. Ég á mína aðdáendur og ég berst fyrir þá. Ég hef mínar lífsreglur og ætla ekki að breyta þeim,“ sagði Maia á blaðamannafundinum eftir bardagann í gær.

Maia mun mæta Tyron Woodley síðar á árinu og telur sig eiga fína möguleika. „Ég hef séð nokkra hluti í leik hans sem ég gæti nýtt mér en ætla ekki að gefa það upp núna. Ég veit hvaða holur hann hefur en hann er nokkuð hættulegur. Hann er með þungar hendur, hann er lágvaxinn svo verður örugglega erfitt að taka hann niður og er glímumaður. Þetta er mjög, mjög erfiður bardagi fyrir mig en þetta verður 50-50. Ég veit það.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular