0

Cody Garbrandt tæpur fyrir bardagann gegn T.J. Dillashaw

Bantamvigtarmeistarinn Cody Garbrandt er tæpur fyrir sína fyrstu titilvörn gegn T.J. Dillashaw í sumar. Garbrandt þarf að hitta sérfræðing í Þýskalandi og gæti þurft að draga sig úr bardaganum.

Þeir Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw eiga að mætast í aðalbardaganum á UFC 213 þann 8. júlí. Hvorugur var þó viðstaddur blaðamannafundinn á föstudaginn þar sem stærstu bardagar sumarsins voru kynntir.

Garbrandt á við bakmeiðsli að stríða og er á leið til Þýskalands í meðferð. „Flýg til Þýskalands á morgun fyrir mína aðra bakmeðferð á þremur mánuðum. Hvíldu þig vel T.J. Dillashaw, þinn tími kemur,“ sagði Garbrandt á Twitter en hann eyddi færslunni síðar.

„Ég reif eitthvað í bakinu fyrir tveimur mánuðum síðan og fór í stofnfrumumeðferð sem virkaði ekki eins og mér var sagt. Fer nú til Þýskalands í aðra meðferð,“ sagði Garbrandt enn fremur.

Ariel Helwani staðfesti að bardaginn væri í hættu:

Dillashaw hefur reynt að fá bardaga gegn Demetrious Johnson í staðinn um fluguvigtartitilinn. Johnson virtist þó vera lítið spenntur fyrir því þar sem Dillashaw er ekki meistari.

Eins og staðan er núna er bardaginn ennþá á dagskrá en það gæti breyst ef meðferðin heppnast ekki.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply