spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDemian Maia mætir Tyron Woodley á UFC 214

Demian Maia mætir Tyron Woodley á UFC 214

Demian Maia er formlega kominn með titilbardaga! Hann mætir meistaranum Tyron Woodley á UFC 214 þann 29. júlí.

Þetta var tilkynnt í UFC Tonight fyrr í kvöld.

Tyron Woodley varði síðast beltið sitt í mars á UFC 209 þegar hann sigraði Stephen Thompson í tíðindalitlum bardaga. Enginn á meira skilið að fá titilbardaga en Demian Maia en hann sigraði Jorge Masvidal á UFC 211 í maí. Það var hans sjöundi sigur í röð í veltivigtinni og núna loksins er Maia kominn með titilbardagann.

UFC 214 fer fram þann 29. júlí og verða þrír titilbardagar á kvöldinu. Jon Jones og Daniel Cormier berjast í aðalbardaga kvöldsins og þá mætast þær Cris ‘Cyborg’ Justino og Tonya Evinger um fjaðurvigtartitil kvenna sama kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular