Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentDana White: GSP mætir annað hvort Tyron Woodley eða Demian Maia næst

Dana White: GSP mætir annað hvort Tyron Woodley eða Demian Maia næst

Eins og tilkynnt var í gær munu þeir Demian Maia og Tyron Woodley berjast um veltivigtartitilinn í júlí. Nú hefur Dana White sagt að sigurvegarinn mæti Georges St. Pierre.

Þeir Maia og Woodley mætast á UFC 214 þann 29. júlí í Anaheim í Kaliforníu. Bardaginn var tilkynntur í gær en aðeins mánuður er í bardagann.

Í viðtali við MMA Junkie segir Dana White, forseti UFC, að fyrrum veltivigtarkóngurinn Georges St. Pierre sé næstur í röðinni í veltivigtinni.

„Við Georges spjölluðum fyrir nokkrum dögum síðan þegar hann var í Vegas. Georges segist vilja berjast og við munum finna góða lausn. Annað hvort Tyron Woodley eða Demian Maia, þeir berjast fljótlega. Eftir þann bardaga getur Georges St. Pierre snúið aftur og reynt að endurheimta beltið,“ sagði White.

UFC stefnir á að halda annað stórt kvöld í Madison Square Garden í New York í nóvember líkt og bardagasamtökin gerðu í fyrra. Endurkoma Georges St. Pierre myndi passa einstaklega vel fyrir Madison Square Garden. Það myndi þó velta á því hversu fljótt sigurvegarinn úr viðureign Maia og Woodley geti snúið aftur.

Útlit er fyrir að bardagi Georges St. Pierre og Michael Bisping sé af borðinu. Þeir áttu að berjast um millivigtartitilinn en St. Pierre getur ekki barist fyrr en eftir október og Bisping glímir við hnémeiðsli.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular