0

Dana White: Conor vill mæta Khabib í Rússlandi eftir Floyd bardagann

Dana White, forseti UFC, segir að Conor McGregor muni berjast aftur í UFC eftir boxbardagann við Floyd Mayweather. Að sögn Dana vill Conor mæta Rússanum Khabib Nurmagomedov og það á hans heimavelli.

Conor McGregor er sem stendur að undirbúa sig undir boxbardaga við Floyd Mayweather. Bardaginn fer fram þann 26. ágúst og mun Conor mokgræða á bardaganum. Margir reikna með að Conor muni ekki snúa aftur í UFC eftir bardagann en Dana White segir svo ekki vera.

„Conor sagði; ‘Ég vil fá Khabib í Rússlandi’. Er hann ekki f**king frábær? Hann er æðislegur. Conor McGregor er f**king einhyrningur, það er enginn eins og hann. Hann er að fara að boxa við Floyd Mayweather og er að tala um að mæta Khabib í Rússlandi eftir það,“ sagði Dana White við MMA Junkie.

Dana sagði einnig að þeir Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov þyrftu fyrst að berjast. Þeir áttu að berjast á UFC 209 í mars en bardagann féll niður rúmum sólarhringi fyrir bardagann þar sem Khabib átti í erfiðleikum með niðurskurðinn og var sendur á spítala.

UFC hefur lengi reynt að halda viðburð í Rússlandi en án árangurs. Það yrði stór viðburður enda bardagaíþróttir feykivinsælar í Rússlandi. Khabib Nurmagomedov er gríðarlega vinsæll í heimalandinu og væri líklegast í aðalbardaganum ef UFC myndi halda bardagakvöld þar.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.