spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDemian Maia vonar að Dana White standi við gefin loforð

Demian Maia vonar að Dana White standi við gefin loforð

Jorge Masvidal óskaði á dögunum eftir bardaga gegn Demian Maia. Maia hafnaði bardaganum og útskýrði afstöðu sína í löngum pósti á Facebook.

Fyrir fyrri bardaga þeirra Tyron Woodley og Stephen Thompson var öllum ljóst að Demian Maia fengi næsta titilbardaga. Í ljósi þess hver úrslit titilbardagans á milli Woodley og Thompson urðu, komu upp sérkennilegar aðstæður. Bardaginn endaði í jafntefli og þarf Maia að bíða enn lengur eftir titilbardaga en hann er ekki sá fyrsti sem kýs að bíða í stað þess að berjast.

Á þeim tíma sem Robbie Lawler var veltivigtarmeistari kaus Tyron Woodley að bíða eftir sínu tækifæri á titilbardaga. Í stað þess að taka bardaga í millitíðinni beið hann í 18 mánuði eftir titilbardaganum. Demian Maia hefur ákveðið að gera það sama og hefur því hafnað bardögum gegn Robbie Lawler, Donald Cerrone og Jorge Masvidal. Maia fannst hann því verða að svara nokkrum spurningum sem voru á sveimi.

,,Eftir blaðamannafundinn á UFC 205 sagði Dana White að ég fengi næsta titilbardaga eða annan bardaga í millitíðinni ef ég vildi. Ég skildi það á þá leið að ég hefði loforð um titilbardaga fyrr eða síðar og það væri mín ákvörðun hvort að ég vildi berjast í millitíðinni,“ segir Maia í póstinum.

„Ég virði Dana og ég sá þegar Woodley beið í meira en ár eftir sínu tækifæri. Það skilaði sér í því að hann er meistari í dag svo hvers vegna ætti ég ekki að geta gert slíkt hið sama?“

Maia segir að hann voni að Dana White standi við orð sín en það hefur fylgt Dana White í gegnum tíðina að segja eitt en gera annað. Það verður forvitnilegt að fylgast með atburðarásinni eftir UFC 209 en þar mætast Tyron Woodley og Stephen Thompson í annað skiptið.

Facebook-póstinn frá Maia má lesa hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular