0

Myndband: Chan Sung Jung með Twister

Í kvöld snýr ‘The Korean Zombie’, Chan Sung Jung, aftur eftir langa fjarveru. Af því tilefni skulum við rifja upp einn hans besta sigur.

Chan Sung Jung hefur tvívegis mætti Leonard Garcia. Fyrri bardaginn fór fram í WEC og var það magnað stríð þar sem Garcia vann eftir klofna dómaraákvörðun og var bardaginn einn besti bardagi ársins 2010.

Seinni bardaginn fór fram í UFC ári síðar. Þar náði Jung að klára Garcia með Twister og er enn þann dag í dag sá eini sem klárað hefur bardaga með uppgjafartakinu í UFC.

Jung mætir Dennis Bermudez í kvöld en hér að neðan má sjá eina af hans bestu bardögum þegar hann fór með Jimy Hettes í gegnum hakkavélina.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.