spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDeontay Wilder segir að búningurinn á leið í hringinn hafi verið of...

Deontay Wilder segir að búningurinn á leið í hringinn hafi verið of þungur

Deontay Wilder tapaði fyrir Tyson Fury um helgina. Wilder segir að búningurinn sem hann gekk í á leið í hringinn hafi verið alltof þungur og var hann máttlaus í löppunum strax.

Tyson Fury sigraði Wilder með tæknilegu rothöggi í 7. lotu um síðustu helgi. Fury kýldi Wilder niður tvívegis en í 7. lotu ákvað hornið hans Wilder að kasta inn handklæðinu. Fury var með yfirhöndina allan tímann og sá Wilder aldrei til sólar í bardaganum.

Nú segir Wilder að búningurinn sem hann klæddist á leið í hringinn hafi verið alltof þungur.

„Hann meiddi mig ekki. Staðreyndin er sú að búningurinn minn var alltof þungur. Ég var máttlaus í löppunum strax í byrjun bardagans. Í 3. lotu voru lappirnar farnar. Ég gat bara mátað búninginn í fyrsta sinn kvöldið fyrir bardagann en ég bjóst ekki við að hann yrði svona þungur. Búningurinn var rúm 40 pund (18 kg) með hjálminum og öllum batteríunum,“ sagði Wilder við Yahoo Sports.

Wilder vildi tileinka inngöngu sinni Black History Month sem er í febrúar á hverju ári í Bandaríkjunum. Búningurinn var afar veglegur og tók greinilega sinn toll á Wilder.

Wilder var sömuleiðis ekki sáttur með ákvörðun hornamannsins Mark Breland að kasta inn handklæðinu. Þá var hann ósáttur við störf dómarans Kenny Bayless en hrósaði Tyson Fury í hástert eftir bardagann.

Wilder vill mæta Fury aftur og er talað um að þeir gætu mæst aftur í sumar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular