Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyson Fury sigraði Wilder í 7. lotu

Tyson Fury sigraði Wilder í 7. lotu

Einn stærsti boxbardagi ársins fór fram í nótt þegar þeir Tyson Fury og Deontay Wilder mættust. Fury kláraði Wilder í 7. lotu.

Þeir Fury og Wilder voru að mætast öðru sinni en fyrri bardagi þeirra endaði með jafntefli. Báðir komu í hringinn með skrautlegum hætti en Fury lét bera sig inn eins og kóng.

Fury var aggressívari og lenti fleiri höggum í öllum lotunum. Wilder fékk lítið pláss til að lenda þungu höggunum sínum og var það Fury sem kýldi Wilder niður í 3. lotu með hægri krók. Fury kýldi hann svo aftur niður með skrokkhöggi í 5. lotu.

Í sjöundu lotu þjarmaði Fury að Wilder og tókst að vanka hann og ákvað hornið hjá Wilder að kasta inn handklæðinu. Wilder var ekki sáttur með þá ákvörðun en Fury sigurvegari kvöldsins.

Fury tók síðan lagið í hringnum.

Fury er því 30-0-1 sem atvinnumaður og var þetta 21. sigur hans með rothöggi. Wilder er 42-1-1 en þetta var hans fyrsta tap.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular