0

Úrslit UFC Fight Night: Felder vs. Hooker

UFC var með bardagakvöld í Nýja-Sjálandi í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Paul Felder og Dan Hooker en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Dan Hooker sigraði Paul Felder eftir klofna dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga. Báðir gáfu allt í þetta og sást það á andliti beggja þegar úrslitin voru kunngjörð. Flestir fjölmiðlar töldu að Felder hefði unnið en bardaginn var jafn yfir loturnar fimm.

Þetta gæti hafa verið síðasti bardagi Felder á ferlinum en Felder íhugar að hætta. Felder er 35 ára gamall og 17-5 sem atvinnumaður eftir bardaga kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Léttvigt: Dan Hooker sigraði Paul Felder eftir klofna dómaraákvörðun (47-48, 48-47, 48-47).
Léttþungavigt: Jimmy Crute sigraði Michał Oleksiejczuk með uppgjafartaki (kimura) eftir 3:29 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Yan Xiaonan sigraði Karolina Kowalkiewicz eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-26, 30-26).
Þungavigt: Marcos Rogério de Lima sigraði Ben Sosoli með tæknilegu rothöggi eftir 1:28 í 1. lotu.
Léttvigt: Brad Riddell sigraði Magomed Mustafaev eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).

ESPN+ upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Zubaira Tukhugov sigraði Kevin Aguilar með tæknilegu rothöggi eftir 3:21 í 1. lotu.
Léttvigt: Jalin Turner sigraði Joshua Culibao með tæknilegu rothöggi eftir 3:01 í 2. lotu.
Veltivigt: Jake Matthews sigraði Emil Weber Meek eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Song Kenan sigraði Callan Potter með rothöggi eftir 2:20 í 1. lotu.
Fluguvigt: Kai Kara-France sigraði Tyson Nam eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Angela Hill sigraði Loma Lookboonmee eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Priscila Cachoeira sigraði Shana Dobson með rothöggi eftir 40 sekúndur í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.