0

Derrick Lewis ætlar að refsa Werdum fyrir að láta sig missa af McRib samlokunum

Derrick Lewis gjörsamlega hatar að borða hollan mat. Eftir hans síðasta tap hefur hann tekið til í mataræðinu sínu sem er ekki að fara vel í Lewis.

Derrick Lewis ákvað óvænt að hætta eftir tap gegn Mark Hunt í júní. Fram að tapinu hafði Lewis unnið sex bardaga í röð og kvaðst hann vera þreyttur. Lewis hefur verið duglegur að berjast undanfarin ár en tók sér smá pásu eftir tapið. Hann snýr nú aftur í búrið um helgina þegar hann mætir Fabricio Werdum á UFC 216.

„Mig langaði að taka mér pásu þar sem ég hata að æfa. Ég bara hata að æfa. Ég var að brenna út eftir æfingarnar. Líkaminn vildi bara pásu eftir smá gremju,“ sagði Lewis við FloCombat.

Fram að tapinu gegn Mark Hunt æfði hann ekkert sérstaklega mikið og át bara það sem hann vildi. Til hvers að laga það sem er ekki brotið? En eftir tapið hefur hann tekið til í sínum málum.

„Ég hefði ekki átt að tapa fyrir Mark Hunt. Tapið vakti mig af værum blundi og það var það sem ég þurfti. Mig vantaði hvatningu þar sem ég vann sex bardaga í röð án þess að æfa af fullum krafti.“

Núna æfir Lewis mun meira og hefur tekið til í mataræðinu sínu. „Ég var bara étandi djúpsteiktan kjúkling, hamborgara og allt það nokkrum dögum fyrir bardaga og líka daginn sem ég barðist. Núna ætla ég að sjá til hvernig mér mun líða með breyttu mataræði til að sjá hver munurinn verður, sjá hvað allt þetta fjaðrafok snýst um.“

„Ég slefa af tilhugsuninni um smá Carl’s Jr. [skyndibitastaður], ég er að deyja úr hungri hérna! Maður étur salat og verður svangur eftir hálftíma. Maður verður svangari á meðan maður borðar fjandans salatið. Ég kann ekki að meta það.“

McRib samloka á McDonald’s er tímabundið á matseðli staðarins á haustin. Lewis var afar svekktur þegar hann þurfti að sleppa því að fá sér þessa samloku út af nýja mataræðinu. Lewis ætlar að refsa Werdum fyrir að láta sig missa af McRib.

„McRib var á matseðlinum og ég þurfti að sleppa því. Ég missti af því og fullt af öðrum góðum hlutum. Uppáhalds veitingastaðurinn minn var með sérstakan viðburð og ég þurfti að sleppa því. Það verður einhver að borga fyrir það.“

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.