Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentDerrick Lewis: Líklega minn síðasti bardagi

Derrick Lewis: Líklega minn síðasti bardagi

Derrick Lewis tapaði fyrir Mark Hunt í gær á UFC bardagakvöldinu í Auckland, Nýja-Sjálandi. Eftir bardagann sagði Lewis að þetta væri sennilega hans síðasti bardagi á ferlinum.

Marl Hunt sigraði Derrick Lewis með tæknilegu rothöggi í 4. lotu. Þetta var fyrsta tap Lewis í tvö ár en hann hafði unnið sex bardaga í röð í UFC fram að tapinu.

Í viðtalinu eftir bardagann kom Lewis verulega á óvart. „Þetta var sennilega síðasti bardaginn minn. Ég er að fara að gifta mig í næstu viku og ég vil ekki láta fjölskylduna mína ganga í gegnum allt þetta aftur þannig að þetta verður minn síðasti bardagi. Líklegast var þetta minn síðasti bardagi í UFC,“ sagði Lewis.

Lewis var ekki viðstaddur blaðamannafundinn eftir á og greindi ekki nánar frá ákvörðun sinni. Lewis er bara 32 ára og hefur komið skemmtilega á óvart undanfarin ár. Ef hann ákveður að leggja hanskana á hilluna lýkur hann ferlinum með 18 sigra og og fimm töp.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular