spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDerrick Lewis þarf frí eftir ofþjálfun og of mikið kynlíf..

Derrick Lewis þarf frí eftir ofþjálfun og of mikið kynlíf..

Derrick Lewis vann Travis Browne á sunnudaginn á UFC bardagakvöldinu í Halifax. Hann fór á kostum í viðtali eftir bardagann og á blaðamannafundinum þar sem hann sagði margt óvenjulegt.

Derrick Lewis rotaði Travis Browne í 2. lotu. Lewis var í vandræðum í fyrstu lotu bardagans en snéri taflinu sér í vil. Lewis fékk nokkur þung spörk í kviðinn frá Browne og kveinkaði sér við nánast hvert einasta spark. Lewis sagði þó að spörkin hefðu ekki meitt sig.

„Ég þurfti bara að gera nr. 2. Ég var ekkert meiddur eftir spörkin, ég þurfti bara kúka,“ sagðu Lewis.

Travis Browne er unnusti Rondu Rousey og var ásakaður um heimilisofbeldi af fyrrum eiginkonu sinni. Lewis minntist á ásakanirnar en ummælin voru klippt úr klippunni (sjá hér að neðan) sem rataði á Youtube-rás UFC. „Ég vissi að ég væri með meiri hjarta en hann [Browne]. Hann kallar sig karlmann en hann leggur hendur á konur. Skítt með hann, ég er með mun meira hjarta en hann. Hvar er kroppurinn Ronda Rousey?“ spurði Lewis svo.

Lewis hefur barist átta bardaga í UFC á tveimur árum og vill fá smá pásu núna áður en hann berst næst. „Ég þarf hvíld, mér finnst ég þurfa smá pásu. Mig langar ekki að heyra minnst á bardaga næstu þrjá mánuði. Ég hef verið að æfa of mikið. Eftir allar æfingarnar og allt kynlífið þarf líkaminn minn smá pásu.“

Derrick Lewis hélt svo áfram á blaðamannafundinum eftir bardagakvöldið þar sem hann mætti meðal annars með lítið UFC belti. Að margra mati var dómarinn Mario Yamasaki full seinn að stöðva bardagann. Derrick Lewis var þó ekki sammála því og var ánægður með störf dómarans.

„Ég kunni að meta það. Hvar er Yamasaki? Ég kann að meta að hann skyldi hafa leyft bardaganum að halda aðeins lengur áfram. Travis vill slá konur og ég vildi leyfa andlitinu hans að finna aðeins fyrir reiði minni. Þannig að ég kann að meta að dómarinn skyldi hafa leyft þessu að halda aðeins lengur áfram.“

https://www.youtube.com/watch?v=t-b2Ogs6Hfg

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular