spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaDiego Björn: Hann náði að drepa minn leik

Diego Björn: Hann náði að drepa minn leik

Diego
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Diego Björn Valencia barðist um síðustu helgi gegn hinum pólska Amadeusz Arczewski. Arczewski er sterkur glímumaður og sigraði bardagann eftir dómaraákvörðun. Við fengum Diego til að ræða um bardagann við okkur.

Bardaginn fór fram í millivigt og var erfiður fyrir báða aðila. „Ég á eftir að horfa á bardagann en myndband er ennþá á leiðinni. Ég ætlaði sem sagt að reyna að vera hreyfanlegur, halda fjarlægð og sparka og bíða eftir að hann myndi skjóta í double leg takedown og sprawla svo úr því. Það gekk ekki alveg eftir því hann greip fyrsta sparkið mitt og tók mig niður. Hann náði svo að halda topp stöðu meiri hlutann af lotunni, en ég náði samt að snúa stöðunni við þegar var lítið eftir og náði smá ground and pound. Í annarri lotu náði ég að stjórna clinchinu upp við burið og náði takedown, en hann náði svo að kimura sweepa mér og náði topp. Hann stökk svo og reyndi toehold sem ég náði að verjast og náði þá nokkrum góðum höggum inn. Hann reyndi svo armbar sem var svolítið close og svo held ég að ég hafi endað lotuna ofan á í guard. Í þriðju lotu þá var ég of þreyttur til að stoppa double leg skotið hans og eyddi lotunni á bakinu að reyna að finna uppgjafartak sem gekk ekki,“ segir Diego.

Þetta var 5. MMA-bardagi Diego en hvar fannst honum hann hafa betur í bardaganum? „Mér fannst ég valda meiri skaða í bardaganum en hann náði að stjórna bardaganum betur og svo reyndi hann nokkur uppgjafartök.“

Fyrsta tap Diego kom eftir að hann fylgdi eftir haussparki og kýldi andstæðinginn í gólfinu en slíkt var bannað í þeirri keppni. Andstæðingurinn vaknaði úr rotinu og var krýndur sigurvegari. Það má því segja að þetta sé fyrsta alvöru tap Diego en hann tók bardagann með afar skömmum fyrirvara. „Skammur fyrirvari er auðvitað engin afsökun. Ég átti að slátra þessum gaur en hann náði mestmegnis að drepa minn leik, sem var bara vel gert hjá honum.“

Þessi bardagi fer beint í reynslubankann en oft er sagt að menn læri meira af töpum en sigrum. „Það helsta sem ég get lært af þessum bardaga er bara að halda áfram að vinna í öllu, fjarlægð, takedown defence, box, glíma og þolið t.d. Ég ætla ekki að láta wrestlefokka mér aftur!“

Þetta var í fyrsta sinn sem Diego fer allar þrjár loturnar í MMA en hvað er framundan hjá honum? „Alltaf gott að fá bardaga og ég mun halda áfram að æfa og verð tibúinn í næsta bardaga, hvort sem fyrirvarinn verður langur eða stuttur. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum snillingunum í Mjölni sem hjálpuðu mér og gáfu mér þetta tækifæri, og að sjálfsögðu styrktaraðilum mínum.“

Við þökkum Diego kærlega fyrir viðtalið og bendum lesendum á að henda Like á nýja Facebook síðu hans hér.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Diego með fellu. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular