spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 bestu ljósmyndirnar í MMA

Föstudagstopplistinn: 10 bestu ljósmyndirnar í MMA

Í föstudagstopplista dagsins skoðum við tíu bestu ljósmyndirnar í MMA. Þessar myndir hafa fangað ótrúleg augnablik í sögu MMA en hér eru þær tíu bestu að okkar mati.

10. Mark Hunt kýlir Stefan Struve

Í þessum bardaga  var ótrúleg endurkoma Mark Hunt fullkomnuð. Hann hafði verið á sex bardaga taphrynu en sigurinn á Struve var fjórði sigur hans í röð. Á þessari ótrúlegu mynd smellhittir Hunt á kjálkann með þeim afleiðingum að Struve kjálkabrotnaði.

struve hunto

 

9. Jon Jones svæfir Lyoto Machida

Í desember 2011 mætti Jon Jones fyrrum meistaranum Lyoto Machida í hans annarri titilvörn. Eftir brösuga byrjun vankaði Jones Machida og endaði svo á að svæfa Machida með “guillotine” hengingu í 2. lotu.

Lyoto Machida vs Jon Jones

 

8. Sakuraba gegn Royce Gracie

Þessi 90 mínútna bardagi er einn merkilegasti bardagi í sögu MMA en á myndinni stekkur Sakuraba á Royce Gracie.

sakuraba gracie

7. Dætur Mark Coleman eftir bardagann gegn Fedor Emelianenko.

Eftir að Fedor Emelianenko hafði sigraði Mark Coleman örugglega í Pride 2006 komu dætur Coleman grátandi í hringinn til að hitta pabba sinn. Það þótti umdeilt að láta börn horfa á pabba sinn laminn í klessu en samkvæmt viðtali við dæturnar árið 2012 hafa þær einungis góðar minningar af þessu kvöldi.

coleman og kids

 

6. Sakuraba brýtur hönd Renzo Gracie

Sakuraba, eða “The Gracie killer” eins og hann var kallaður, sigraði fjóra Gracie fjölskyldumeðlimi á ferlinum. Á þessari mynd er hann að brjóta hönd Renzo Gracie eftir “kimura” uppgjafartak. Renzo Gracie neitaði að gefast upp og því brotnaði hönd hans. Á myndinni hér að neðan horfir Renzo á brotna höndina.

sakuraba renzo

5. Wanderlei Silva rotar Quinton ‘Rampage’ Jackson

Rígur Wanderlei Silva og Rampage er einhver sá besti í sögu MMA. Þeir mættust þrisvar sinnum þar sem Wanderlei Silva rotaði Rampage tvisvar. Hér liggur Rampage rotaður á köðlunum eftir þung hnéspörk frá Wanderlei í öðrum bardaganum þeirra.

wanderlei rampage

 

 

4. Lyoto Machida hneigir sig eftir að hafa rotað Ryan Bader

Eftir að Lyoto Machida rotaði Ryan Bader í ágúst 2012 hneigði hann sig fyrir honum í búrinu. Það er alltaf fallegt þegar bardagamenn sýna slíka virðingu.

Lyoto Machida vs Ryan Bader

 

3. Shogun gegn Lil Nog

Þegar Shogun var upp á sitt besta í Pride var hann nánast óstöðvandi. Bardagi hans gegn Lil Nog er uppáhalds bardagi margra en á þessari mynd er hann að hoppa að Lil Nog með krepptan hnefa.

shogun lil nog 2

 

2. Anderson Silva rotar Vitor Belfort

Eitt ótrúlegasta rothögg allra tíma átti sér stað í febrúar 2011. Eftir mjög rólega fyrstu lotu kom Anderson Silva með þetta glæsilega framspark sem vankaði Belfort. Silva fylgdi sparkinu eftir með höggum í gólfinu og sigraði eftir tæknilegt rothögg í fyrstu lotu. Framspark í andlitið var nánast óséð í MMA fram að þessum bardaga en í dag sést þetta spark á nánast hverju einasta bardagakvöldi þó það hitti ekki alltaf.

anderson belfort

 

1. Fedor Emelianenko gegn Andrei Arlovski

Fedor Emelianenko og Andrei Arlovski mættust í Affliction bardagasamtökunum í janúar 2009. Arlovski byrjaði bardagann vel en eftir að hafa reynt fljúgandi hnéspark kom Emelianenko með gagnhögg sem steinrotaði Arlovski. Á myndinni gengur Rússinn rólega burt á meðan Arlovski liggur óvígur eftir.

fedir arkivski

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular