Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC 178: Eddie Alvarez loksins í UFC

UFC 178: Eddie Alvarez loksins í UFC

Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn af bestu MMA bardagamönnum heims utan UFC. Innkomu hans hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur hún tekið meiri tíma en búist var við. Biðin er hins vegar á enda þar sem Alvarez mætir Donald Cerrone á laugardagskvöldið á UFC 178.

Alvarez er með 28 bardaga á bakinu. Hann hefur aðeins tapað þrisvar og hefur þegar hefnt fyrir tvö af þeim töpum, þ.e. gegn Shinya Aoki og Michael Chandler. Bardagar hans við Chandler í Bellator eru á meðal bestu bardaga undanfarinna ára. Þriðji bardaginn átti að fara fram í maí áður en Alvarez meiddist.

alvarez chandler
Annar bardagi Alvarez og Chandler

Alvarez kemur inn í UFC sem ríkjandi Bellator meistari. Hann barðist 11 sinnum fyrir sambandið og var þeirra stærsta stjarna um áraraðir. Hann dreymdi hins vegar um að spreyta sig á móti þeim bestu í heiminum en þeir voru meira og minna allir í UFC. Í árslok 2012 reyndi að hann að flytja sig yfir og fékk í kjölfarið tilboð frá UFC. Bellator, undir stjórn Bjorn Rebney, hafði heimild til að jafna tilboðið samkvæmt samningum og gerði það og kom þannig í veg fyrir flutninginn. Við tók löng barátta lögfræðinganna (sjá nánar hér) sem endaði með því að Alvarez gaf sig og skrifaði undir nýjan samning. Hann barðist í kjölfarið í annað sinn við Chandler og endurheimti titilinn sem hann hafði tapað í árslok 2011.

alvarez aoki
Alvarez afgreiðir Aoki

Í júní á þessu ári tilkynnti Bellator að Bjorn Rebney væri á förum og að Scott Coker tæki við. Coker er vel þekktur í bransanum fyrir að hafa stjórnað Strikeforce með miklum ágætum. Innkoma Coker markaði nýja tíma í Bellator en hann byrjaði á að gefa Alvarez brottfararleyfi. Fyrsti bardagi Alvarez í UFC verður því að veruleika á laugardagskvöldið á móti hinum hættulega Donald Cerrone. Cerrone er nú búinn að vinna fjóra bardaga í röð, tvo með rothöggi og tvo með uppgjafartaki. Sigurvegarinn er ekki ólíklegur til að skora á sigurvegurvegarann af Anthony Pettis gegn Gilbert Melendez um titilinn í léttvigt. Það er gaman að hugsa til þess að allir þessir fjórir koma úr Strikeforce, WEC og nú Bellator.

Fyrri bardagi Alvarez og Michael Chandler var einn besti bardagi ársins 2011 en hann má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular