Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaBjarki Þór: Þurfti aðeins að lemja frá mér til að róast

Bjarki Þór: Þurfti aðeins að lemja frá mér til að róast

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

Bjarki Þór Pálsson sigraði um helgina léttvigtarbelti Shinobi MMA samtakanna er hann hengdi andstæðing sinn, Anthony O’Connor, í 2. lotu. Við fengum Bjarka Þór í stutt spjall þar sem hann ræddi um bardagann.

Fyrir bardagann var O’Connor ósigraður í sjö bardögum og því verðugur andstæðingur. „Þetta var mjög skrítinn bardagi, mér fannst ég hafa tapað fyrstu lotunni en þegar ég horfði á bardagann aftur var ég mjög sáttur með frammistöðuna þó mig langi að laga ýmislegt,“ segir Bjarki Þór.

Bjarki sigraði með „guillotine“ hengingu í 2. lotu eftir að O’Connor reyndi fellu en vissi Bjarki að hann væri með þetta þegar hann læsti hengingunni? „Nei í rauninni ekki. Það sem fór í gegnum hugann á mér var hvort ég væri að eyða kröftum í að klára þetta þar sem þú getur aldrei verið viss um hversu erfitt það er að tappa menn út.“

Í upphitunarþætti okkar, Leiðin að búrinu, talaði Bjarki um að zone-a út í bardögum og gleyma öllu öðru nema sér og andstæðingnum. „Einbeitingin var á réttum stað. Ég var dálítið stressaður fyrstu lotuna og þurfti aðeins að lemja frá mér til að róast,“ segir Bjarki og hlær.

Þessi bardagi var upp á titilinn og góð reynsla fyrir framtíðina, en hvað er það helsta sem Bjarki tekur frá þessum bardaga? „Hann náði að standa upp eftir hverja fellu og það er eitthvað sem mig langar að vinna í að stoppa. Ég hækkaði mig líka of mikið þegar við vorum að skiptast á höggum, og svo tók ég auðvitað beltið heim!“

Frábær sigur hjá Bjarka um helgina en hann ætlar ekki að taka sér neitt frí og fær annan bardaga þann 18. október. Eftir það tekur Bjarki smá jólafrí og stefnir á að taka atvinnumannabardaga í janúar eða febrúar. Við bendum lesendum á að kíkja á Like-síðu Bjarka Þórs hér en þar er hægt að fylgjast með æfingum og keppnum hjá honum. Bardagann í heild sinni má sjá hér.

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular