spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDiego Sanchez trúir því ennþá að hann geti orðið meistari í UFC

Diego Sanchez trúir því ennþá að hann geti orðið meistari í UFC

Diego Sanchez hefur alltaf verið þekktur fyrir undarlegar yfirlýsingar. Hann berst nú um helgina en hann er sannfærður um að hann hafi aldrei verið betri og telur enn að hann geti unnið titil í UFC.

Hinn 36 ára Diego Sanchez (27-11) hefur ekki unnið tvo bardaga í röð síðan 2011 en telur sig samt geta keppt um titil í UFC. Sanchez hefur flakkað á milli þyngdarflokka undanfarin ár en er nú kominn í veltivigt. Sanchez var eitt sinn þekktur fyrir granít harða höku en hefur nú verið rotaður í síðustu tveimur bardögum sínum. Hann mætir Craig White á UFC 228 um helgina í Dallas.

„Ég er að elta örlögin mín, að verða meistari í UFC. Ég ætla að gera það sama og Michael Bisping gerði en mín saga mun enda öðruvísi en saga Michael Bisping. Mín saga mun enda þar sem ég verð meistari þar sem ég þakka Guði fyrir allt mótlætið sem Hann hefur látið mig ganga í gegnum,“ sagði Diego Sanchez við UFC.com.

Það er erfitt að trúa orðum Diego Sanchez enda hefur hann átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Sanchez er þó nokkuð sama um trú annarra. „Þið munuð sjá mig enda sögu mína sigrihrósandi. Mér er sama þó bara ein manneskja trúir mér, ég trúi!“

Líkt og svo margir bardagamenn á eldri árum telur Sanchez að hann hafi aldrei verið betri og aldrei verið í betra formi. „Ég hef aldrei verið með meira sjálfstraust. Hugurinn er á réttum stað. Ég hef skoðað töpin mín, aðstæður mínar og hvar ég er staddur sem 36 ára bardagamaður og mér finnst ég vera upp á mitt allra besta núna. Þetta er 100% minn tími. Ég fer í þennan bardaga með meira sjálfstraust en nokkru sinni fyrr.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular