TJ Dillashaw, bantamvigtarmeistari UFC, er meiddur og mun ekki verja titilinn gegn Renan Barao í aðalbardaga UFC 186 eins og til stóð.
Dana White, forseti UFC, tilkynnti þetta í gær.
Dillashaw braut rifbein á glímuæfingu og verður frá í sex vikur. Demetrious Johnson gegn Kyoji Horiguchi verður nú aðalbardagi UFC 186 og bardagi John Makdessi gegn Abel Trujillo verður færður upp á aðalhluta bardagakvöldsins.
Þetta hefði verið önnur titilvörn Dillashaw, en hann kom öllum á óvart þegar hann vann titilinn upprunalega af Barao í maí í fyrra. Dillashaw og Barao áttu að mætast aftur á UFC 177 í ágúst en Barao náði ekki réttri þyngd og fékk því ekki að keppa. Dillashaw varði titilinn þess í stað auðveldlega gegn Joe Soto sem var að keppa í sínum fyrsta UFC bardaga og fékk sólarhring til að undirbúa sig.