Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUnnið að lögleiðingu MMA á Íslandi

Unnið að lögleiðingu MMA á Íslandi

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ætli að leggja fram frumvarp sem miðar af því að MMA verði lögleitt hér á landi.

Þetta eru stórar fréttir fyrir MMA hér á landi. Sú framtíðarsýn að hægt verði að keppa í MMA á Íslandi er ekki lengur svo langt í burtu. Guðlaugur Þór hyggst horfa til Svíþjóðar þegar kemur að lögleiðingunni en nágrannaþjóð okkar er framarlega í Evrópu í MMA og fara þar fram margar keppnir árlega.

Unnið er að því að þýða regluverk sænska MMA sambandsins en Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur lengi unnið að því að fá MMA leyft hér á landi.

Það má búast við því að andstæðingar íþróttarinnar rísi nú á afturfæturna og láti í sér heyra. Haraldur lætur sér fátt um finnast um gagnrýninga á MMA. „Við andstæðinga sportsins vil ég segja að líkt og með aðrar íþróttir þá er engin neyddur til að stunda íþróttina. Markmiðið með lögleiðingu er að tryggja að þetta sé framkvæmt á faglegan hátt líkt og hjá Svíum og að öryggi keppenda sé tryggt á sem bestan hátt. Íþróttin er í raun ekki bönnuð en við viljum setja regluverk í kringum hana til að tryggja fagmennsku,“ segir Haraldur.

Það er ljóst að langur vegur er framundan að lögleiðingu MMA en boltinn er farinn af stað.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular