Thursday, April 25, 2024
HomeForsíðaJón Viðar Arnþórsson: Innan skamms verður MMA að þjóðarsporti okkar Íslendinga

Jón Viðar Arnþórsson: Innan skamms verður MMA að þjóðarsporti okkar Íslendinga

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, ræddi við MMA Fréttir fyrir skömmu um afleiðingar þess ef MMA yrði lögleitt hér á landi.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag mun Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, leggja fram frumvarp sem miðar af því að MMA verði lögleitt hér á Íslandi. Sér Jón Viðar fyrir sér að Mjölnir myndi halda MMA keppnir hér á landi ef MMA yrði lögleitt?

„Já klárlega, ég, Halli [Haraldur Dean Nelson] og Gunni [Gunnar Nelson] höfum lengi rætt það að halda keppni hér á landi. Við munum hiklaust gera það ef MMA yrði leyft.“ segir Jón Viðar.

„Þetta mun breyta öllu fyrir okkur. Það væri auðveldara fyrir okkar fólk að fá reynslu í MMA án þess að þurfa að fara utan með tilheyrandi kostnaði. Í staðinn gætum við fengið erlenda bardagamenn hingað til lands til að berjast við okkar fólk og gert skemmtilegt show fyrir Íslendinga. Innan skamms verður MMA að þjóðarsporti okkar Íslendinga.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular