Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, ræddi við MMA Fréttir fyrir skömmu um afleiðingar þess ef MMA yrði lögleitt hér á landi.
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag mun Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, leggja fram frumvarp sem miðar af því að MMA verði lögleitt hér á Íslandi. Sér Jón Viðar fyrir sér að Mjölnir myndi halda MMA keppnir hér á landi ef MMA yrði lögleitt?
„Já klárlega, ég, Halli [Haraldur Dean Nelson] og Gunni [Gunnar Nelson] höfum lengi rætt það að halda keppni hér á landi. Við munum hiklaust gera það ef MMA yrði leyft.“ segir Jón Viðar.
„Þetta mun breyta öllu fyrir okkur. Það væri auðveldara fyrir okkar fólk að fá reynslu í MMA án þess að þurfa að fara utan með tilheyrandi kostnaði. Í staðinn gætum við fengið erlenda bardagamenn hingað til lands til að berjast við okkar fólk og gert skemmtilegt show fyrir Íslendinga. Innan skamms verður MMA að þjóðarsporti okkar Íslendinga.“
- Julius, Venet og Aron með bardaga á Englandi á laugardaginn - June 3, 2022
- Spá MMA Frétta fyrir UFC 274 - May 7, 2022
- Fjórir Mjölnismenn keppa á ADCC trials á laugardaginn - May 6, 2022