spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDómarinn Joe Soliz í ruglinu á UFC 247

Dómarinn Joe Soliz í ruglinu á UFC 247

Niðurstöður dómaranna á UFC 247 í nótt vöktu athygli. Einn dómaranna þótti komast að sérstaklega undarlegum niðurstöðum.

UFC 247 fór fram í Houston í Texas. Íþróttasambandið í Texas hefur ekki alltaf verið í takti við önnur fylki í Bandaríkjunum og sást það bersýnilega á UFC 247 í nótt.

Einn dómarinn, Joe Soliz, skoraði þrjá bardaga í gær og vöktu skorblöð hans athygli.

Fyrsti bardagi kvöldsins hjá Soliz var á milli Andre Ewell og Jonathan Martinez. Soliz taldi að Ewell hefði unnið allar þrjár loturnar á meðan 12 af 13 fjölmiðlamönnum sem skoruðu bardagann töldu að Martinez hefði unnið (29-28).

Joe Rogan, sem lýsti bardögum gærkvöldsins ásamt Jon Anik og Dominick Cruz, hélt því fram í útsendingunni að einn dómaranna í bardaganum væri ekki einu sinni að horfa á bardagann. Dómarinn umtalaði (sem ekki er vitað hver hafi verið) var að tala við annan starfsmann í stað þess að horfa á bardagann samkvæmt lýsendum.

Næsti bardagi Soliz í gær var á milli James Krause og Trevin Giles. Krause kom inn með rúmum sólarhrings fyrirvara og sýndi hetjulega baráttu gegn stærri manni en tapaði að lokum eftir klofna dómaraákvörðun. Það sem kom hins vegar mest á óvart var að Soliz gaf Giles fyrstu lotu en Krause var með bakið á Giles í langan tíma í lotunni og var nokkrum sinnum nálægt því að ná hengingunni. Einhverjir vildu meina að Krause hefði unnið lotuna 10-8, slíkir voru yfirburðirnir, en Soliz var ekki á sama máli.

Lokabardagi hans í nótt var síðan risa bardagi Jones og Reyes. Þar gaf hann bara Reyes 1. lotu en aðrir dómarar gáfu Reyes annað hvort 2. eða 3. lotu ásamt 1. lotu. Bardaginn var mjög jafn en 14 af 21 blaðamönnum gáfu Reyes sigurinn samkvæmt MMA Decisions.

Það verður eflaust lengi deilt um úrslit gærkvöldsins en fyrri skorblöð Soliz eru ekki að hjálpa honum. Samkvæmt MMA Decisions hefur Soliz dæmt 13 bardaga í UFC á 6 árum. Það er ekki mikil reynsla og undarlegt að hann fái að skora stóran titilbardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular