Dominick Cruz var í viðtali hjá Ariel Helwani í gær þar sem hann talaði um meiðslin og þunglyndið sem fylgdi í kjölfarið. Cruz segist spenntur fyrir áskorun sunnudagsins er hann mætir T.J. Dillashaw.
Dominick Cruz þurfti að fara í tvær krossbandsaðgerðir á vinstra hné yfir tveggja ára tímabil. Fyrri aðgerðin mistókst og því þurfti Cruz að fara í aðra aðgerð.
Hann snéri svo aftur með frábærum sigri á Takeya Mizugaki í september 2014 en í desember sleit hann aftur krossband. Í þetta sinn var það á hægra hné og viðurkennir Cruz að þar hafi hann náð botninum.
Í viðtalinu talar hann um andstæðing sinn á sunnudaginn, T.J. Dillashaw, og lýsti m.a. yfir áhyggjum af bólu Dillashaw á efri vörinni er þeir hittust á blaðamannafundi fyrir ári síðan. Viðtalið má sjá hér að neðan.