spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDominick Cruz náði botninum er hann meiddist á krossbandinu í þriðja sinn

Dominick Cruz náði botninum er hann meiddist á krossbandinu í þriðja sinn

Dominick-Cruz-201-WEC-53-460x270Dominick Cruz var í viðtali hjá Ariel Helwani í gær þar sem hann talaði um meiðslin og þunglyndið sem fylgdi í kjölfarið. Cruz segist spenntur fyrir áskorun sunnudagsins er hann mætir T.J. Dillashaw.

Dominick Cruz þurfti að fara í tvær krossbandsaðgerðir á vinstra hné yfir tveggja ára tímabil. Fyrri aðgerðin mistókst og því þurfti Cruz að fara í aðra aðgerð.

Hann snéri svo aftur með frábærum sigri á Takeya Mizugaki í september 2014 en í desember sleit hann aftur krossband. Í þetta sinn var það á hægra hné og viðurkennir Cruz að þar hafi hann náð botninum.

Í viðtalinu talar hann um andstæðing sinn á sunnudaginn, T.J. Dillashaw, og lýsti m.a. yfir áhyggjum af bólu Dillashaw á efri vörinni er þeir hittust á blaðamannafundi fyrir ári síðan. Viðtalið má sjá hér að neðan.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular