Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDominick Cruz snýr aftur 2020 en vill ekki hvern sem er

Dominick Cruz snýr aftur 2020 en vill ekki hvern sem er

Það er allt útlit fyrir að Dominick Cruz muni eiga afturhvarft í búrið á þessu ári. Cruz er sjálfur ekki með nákvæma dagsetningu á endurkomu sinni en hann vill ekki bara hvern sem er.

Frá þessu greindi hann sjálfur í viðtali við Mike Heck hjá MMA Fighting í gær. Síðast þegar Cruz keppti tapaði hann bantamvigtarbelti sínu til Cody Garbrant á UFC 207 í lok árs 2016. Síðan þá hefur Cruz verið alveg frá vegna meiðsla en á meðan hefur hann getið sér gott orðspor sem lýsir á UFC bardagakvöldum. Cruz hefur oft verið meiddur en þetta er lengsti tími sem liðið hefur á milli bardaga hjá honum.

Snemma í marsmánuði var uppi orðrómur um að UFC væri að reyna að setja saman bardaga þann 16. maí á milli Cruz og Corey Sandhagen (12-1) sem er ósigraður í fimm bardögum í UFC. Sandhagen sagði frá því opinberlega á Instagram síðu sinni að hann hefði samþykkt bardagann og nú væri boltinn hjá Cruz. Ekkert svar barst úr herbúðum Cruz við þessari áskorun og hafði Sandhagen orð á því að Cruz væri hreinlega ekki tilbúinn að mæta sér.

Hinn 35 ára gamli Dominick Cruz sér ekki hlutina í sama ljósi og var bersýnilega nokkuð pirraður í viðtalinu yfir því að fólk væri í sífellu að spyrja hann af hverju hann hefði ekki tekið bardagann gegn Sandhagen. Hann ýjaði meira að segja að því að Sean Shelby, sá sem er ábyrgur fyrir því að setja saman bardaga í UFC, væri uppspretta þessa orðróms og gaf í skyn að ekki væri mikið samræmi í þeim orðum sem Shelby velur til bardagakappa.

„Hver sagði ég að ég hafi tekið bardagann? Hann [Sandhagen] segir að hann hafi tekið bardagann og ég ekki. Sean Shelby setur saman bardaga, það vita allir ekki satt? Ég og Corey tölum ekki saman, svo hvar er Corey að fá þessar upplýsingar? Hann fær frá Shelby! Hann er eini aðilinn sem talar við okkur báða ekki satt?“ sagði Cruz í viðtalinu.

Cruz hélt áfram og vandaði Sean Shelby ekki kveðjurnar. „Ég held hreinlega að hann sé bara að reyna að skapa spennu og togstreitu milli bardagamanna löngu áður en nokkur bardagi er staðfestur, svo situr hann til baka og felur sig, alveg stikkfrí“

Cruz hefur einsett sér að vinna beltið sitt til baka og vill hann fara styðstu mögulegustu leið að titlinum. Þar af leiðandi vill Cruz einfaldlega ekki berjast við hvern sem er, heldur vill hann fá bardaga þar sem sigur tryggir honum titilbardaga næst.

„Ég held að það þurfi að byrja á því að spyrja hver fljótasta leiðin fyrir mig að titlinum sé, það er það sem ég er að hugsa um, ég vil fá titilbardaga. Ég vil ekki bara slást við hvern sem er, ég vil fá bardaga sem greiðir leið mína að beltinu. Svo í raun myndi ég slást við hvern sem er, eftir þann gefið mér þá titilbardaga”

Það þýðir að Cruz þurfi að mæta andstæðingi á toppi ísjakans í bantamvigtinni en hann gæti eitthvað þurft að bíða og sjá hvernig hlutirnir þar þróast þar sem aðal númerin í þyngdarflokknum eru með bardaga. Næst mætir Henry Cejudo Jose Aldo, Petr Yan mætir Marlon Moraes og Aljamain Sterling á í öllum líkindum stefnumót við fyrrnefndann Corey Sandhagen.

Hver sem næsti andstæðingur fyrrum bantamvigtarmeistarans verður mun það vera ærið verkefni þar sem þyngdarflokkurinn er drekkhlaðinn af mjög hæfileikaríkum og stórhættulegum keppninautum. Það ætti nú samt ekki að koma að sök þar sem Dominick Cruz hefur sjálfur sagt að „ring rust“ sé ekki til.

spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular