Friday, March 29, 2024
HomeErlentKhabib sendi frá sér yfirlýsingu

Khabib sendi frá sér yfirlýsingu

Khabib Nurmagomedov mun ekki berjast á UFC 249 samkvæmt yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Khabib Nurmagomedov er staddur í Rússlandi núna. Landamærum landsins var lokað á mánudaginn og ríkir enn ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna vegna Covid-19 veirunnar.

Khabib var að æfa í Bandaríkjunum en fékk þær upplýsingar frá UFC að það væru engar líkur á að bardaginn færi fram í Bandaríkjunum. Khabib hélt því til Rússlands en er fastur þar núna.

Ríkismiðillinn RT greindi frá því í dag að Khabib gæti farið með einkaþotu til Bandaríkjanna með því að fá ákveðin leyfi. Khabib virðist hins vegar ekki ætla að reyna að koma sér til Bandaríkjanna enda öllum ráðlagt að vera heima hjá sér þessa dagana.

„Heimurinn á að vera í sóttkví, ríkisstjórnir, frægt fólk um allan heim hvetur fólk til að fylgja öllum öryggiskröfum til að sporna við dreifingu veirunnar og til að bjarga fólki. Á Khabib að vera sá eini sem er laus undan öllum kvöðum og ferðast yfir hnöttinn fyrir einn bardaga?“ sagði Khabib í yfirlýsingunni.

„Ég sýni þessu skilning og ég er klárlega í meira uppnámi en þið að þurfa að hætta við bardagann. Eins og allir hafði ég mín áform eftir bardagann en ég get ekki stjórnað þessu öllu. Stærstu þjóðirnar og stærstu fyrirtækin eru slegin yfir því hvað er að gerast í heiminum. Staðan breytist á hverjum degi. En Khabib á ennþá að berjast, eruði að segja það? Farið vel með ykkur og setjið ykkur í mín spor,“ sagði Khabib í yfirlýsingunni.

Khabib er því ekki að fara að berjast á UFC 249 gegn Tony Ferguson eins og til stóð. Justin Gaethje, Dustin Poirier og Jorge Masvidal hafa rétt fram hjálparhönd og óskað eftir því að mæta Tony Ferguson en UFC hefur ekki enn opinberað áform sín fyrir kvöldið.

Enn er ekki vitað hvar UFC 249 á að fara en upphaflega átti bardagakvöldið að fara fram í New York. Samkomubann er víða og er ólíklegt að UFC finni stað í tæka tíð fyrir bardagakvöldið.

View this post on Instagram

Staying home in quarantine and reading the reaction of people to the situation around my fight, it turns out that the whole world should be in quarantine, governments of all countries, famous people around the world urge people to follow all safety requirements in order to limit the spread of the disease, to save people, and Khabib is the only one relieved of all obligations and must demonstrate free will and train flying around the world, for the sake of fight? – I understand everything and I’m definitely upset more than you to cancel the fight, probably like all others, I had many plans after the fight, but I can’t control it all. The greatest countries and the largest companies of our time are shocked by what is happening, every day the situation changes unpredictably. But Khabib still has to fight, is that what you saying? – Take care of yourself and put yourself in my shoes. – 📍 Сижу дома на карантине и читаю реакцию людей на ситуацию вокруг моего боя, получается весь мир должен сидеть на карантине, правительства всех стран и известные люди всего мира призывают людей соблюдать требования безопасности, чтоб ограничить распространение болезни ради спасения людей, а Хабиб, освобождён от всех обязательств и должен демонстрировать свободу воли и тренироваться летая по всему миру рискуя своей жизнью ради боя ? – Я все понимаю и точно не меньше вас расстроен отменой боя, наверно у меня , как и у всех других, было много планов после боя, но я не в силах контролировать все это. Сверх державы и крупнейшие компании нашего времени в шоке от того, что происходит, каждый день ситуация меняется непредсказуемо. Но Хабиб все равно должен драться, так получается? – Берегите себя и поставьте себя на мое место.

A post shared by Khabib Nurmagomedov (@khabib_nurmagomedov) on

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular