Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentJon Jones játar brot sín og fær væga refsingu

Jon Jones játar brot sín og fær væga refsingu

Jon Jones hefur játað að hafa keyrt ölvaður í síðustu viku. Jones fær fjögurra daga stofufangelsi og eins árs skilorðsbundinn dóm.

Aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku var Jon Jones handtekinn fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt lögregluskýrslu var lögreglan kölluð til vegna skothljóða en þar fannst Jones ölvaður í bíl sínum undir stýri.

Jones hefur viðurkennt að hafa ekið ölvaður þann 26. mars. Jones hefur náð samkomulagi við saksóknara og samþykkt eins árs skilorðsbundinn dóm.

Jones mun sinna 96 klukkutíma samfélagsþjónustu sem hluti af samkomulaginu. Jones þarf að vera í nokkurs konar stofufangelsi á meðan og þarf að ganga með ökklaband. Hann getur því ekki yfirgefið heimilið sitt án leyfis þessa 96 klukkutíma.

Jones mun einnig þurfa að klára 90 daga áfengis- og fíkniefnameðferð en meðferðin verður í gegnum netið vegna COVID-19. Þá þarf Jones að borga 500 dollara sekt. Jones mun þurfa að setja kveikjulás á bíla sína sem krefst þess að hann blási í áfengismæli til að hann geti sett bílinn í gang.

Jones hefur áður komist í kast við lögin en árið 2012 var hann ákærður fyrir ölvunarakstur. 2015 játaði Jones að hafa valdið árekstri þar sem hann flúði vettvang.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular