0

Dominick Reyes: Jones er ekki besti boxarinn

Dominick Reyes telur að stærsti veikleiki Jon Jones sé boxið hans. Reyes ætlar að nýta sér það þegar þeir mætast á laugardaginn.

UFC 247 fer fram á laugardaginn í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jon Jones og Dominick Reyes um léttþungavigtarbeltið.

Jones er einn sigursælasti meistari í sögu UFC en Reyes er 12-0 í MMA og unnið alla sex bardaga sína í UFC. Sjö af 12 sigrum hans eru eftir rothögg en Reyes telur sig vera mun betri boxari en Jones.

„Það er ekkert leyndarmál að Jones er ekki besti boxarinn í UFC. Hann er frábær kickboxari, frábær í fjarlægð, notar spörkin mjög vel, en hann er ekki besti boxarinn. Ég ætla að nýta mér það,“ sagði Reyes í gær.

Reyes sigrað síðast Chris Weidman í október en hann kláraði fyrrum millivigtarmeistarann eftir tæpar tvær mínútur með rothöggi.

„Ég held að boxið mitt sé sennilega það besta í flokknum. Með fótavinnu og óttaleysi mun ég leggja hendur mínar á Jones.“

Reyes telur sig sjá holur í leik Jones og ætlar að nýta sér það á laugardaginn. Hann er þó meðvitaður um að hann þarf að eiga nánast fullkominn bardaga til að sigra Jones.

Bardagi Jones og Reyes er aðalbardagi kvöldsins en í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Katlyn Chookagian um fluguvigtartitil kvenna.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.