Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeForsíðaDonald Cerrone er blankur

Donald Cerrone er blankur

donaldcerrone211

Donald “Cowboy” Cerrone á lítin sem engan pening þrátt fyrir að vera handhafi sex bónusa frá UFC. Hann vonast til þess að ná sex bardögum á árinu 2014 sem verður að teljast ansi ólíklegt. Bardagamennirnir Josh Koscheck og Chris Leben hafa til dæmis barist fimm sinnum á einu ári innan raða UFC svo hver veit hvað gerist?

Cerrone sagði í viðtali við vefinn Examiner að hann sé búin að eyða öllum sínum peningum og þess vegna hafi aðeins verið eitt til ráða og það er að berjast.

“Ég hef bara enga stjórn á mér, það er erfitt að eiga pening inn á banka. Þegar mig langar í eitthvað þá fer ég bara og kaupi það” sagði Cerrone.

Næsti bardagi Cerrone fer fram í kvöld þar sem hann mætir BJJ kappanum Adriano Martins. Cerrone sigraði seinast Evan Dunham í annarri lotu með hengingu en aðeins eru um tveir mánuðir liðnir síðan.

Miðað við að allir sjö bónusar Cerrone hafi verið 50 þúsund dollarar þá hefur Cerrone fengið tæplega 40 milljónir íslenska króna í aðra hönd. Cerrone hefur þénað yfir eina milljón dollara á ferlinum sem gera um 115 milljónir miðað við gengið í dag. Peningurinn er þó aðeins sá sem er gefinn upp en hugsanlega hækkar talan enn meira þegar styrktaraðilar og aðrir bónusar eru teknir með. Þarf Cerrone ekki bara smá skeið af raunveruleikanum?

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular