Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox 10: Henderson vs....

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox 10: Henderson vs. Thompson

ufc-fox-10-banner

Annað kvöld fer fram tíunda UFC on Fox bardagakvöldið. Þessi kvöld hafa séð stærri nöfn enda átti léttvigtarmeistarinn Anthony Pettis upphaflega að verja titilinn sinn á þessu kvöld áður en hann meiddist (ekki í fyrsta skipti sem það gerist). Það er þrátt fyrir það nóg af frábærum bardögum eins og vanalega en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að horfa á þessa bardaga.

  • Hvernig kemur Henderson til baka eftir tapið gegn Pettis? Þegar Ben Henderson tapaði fyrir Anthony Pettis um WEC titilinn kom hann dýrvitlaus til baka og sigraði hvern andstæðinginn á eftir öðrum og var UFC meistari í tvö ár. Hann tapaði svo aftur fyrir Pettis nýlega og tapaði þar með UFC titlinum sínum. Nú er spurning hvernig hann kemur til baka eftir tapið. Hann mætir Josh Thomson sem er virkilega góður sparkboxari og var til að mynda fyrsti maðurinn til að sigra Nate Diaz með tæknilegu rothöggi. Bardaginn gæti orðið þrælgóð skemmtun tveggja frábærra léttvigtarmanna.
  • Stimplar Miocic sig inn í þungavigtina? Miocic er einn af fáum þungavigtarmönnum á topp 10 sem er ekki á niðurleið á sínum ferli. Flestir þungavigtarmanna þar eru komnir af sínu léttasta skeiði en Miocic gæti átt bjarta framtíð þrátt fyrir að vera ekkert unglamb sjálfur (31 árs). Hann hefur bætt sig statt og stöðugt síðan hann kom í UFC og eina tapið hans á ferlinum var gegn Stefan Struve. Hann útboxaði svo Roy Nelson í sínum síðasta bardaga og átti líklegast sína bestu frammistöðu þar. Bardaginn gegn Gonzaga er skemmtileg viðureign þar sem Gonzaga er mun stærri en Nelson en álika höggþungur. Gonzaga er heimsklassa svart belti í BJJ og þarf að nýta sér það ætli hann sér sigur í þessum bardaga. Miocic gæti rotað Gonzaga og stimplað sig rækilega í topp 10 í þungavigtinni.
  • Donal Cerrone berst: Cerrone er alltaf í skemmtilegum bardögum, það þarf ekkert að segja meira um það!
  • Góður fjaðurvigtarbardagi: Jeremy Stephens hefur farið á kostum eftir að hann færði sig niður í fjaðurvigt og margir spá því að nú sé hans tími kominn eftir misjafnan feril. Stephens er stór fjaðurvigtarmaður en hann er um 170 pund þegar hann stígur í búrið (keppir í 145 punda flokki)! Elkins hefur verið gagnrýndur fyrir frekar einhæfan stíl og það gæti verið erfitt fyrir hann að taka Stephens niður. Hér gætum við átt von á því að sjá flott rothögg frá Stephens.
  • Hvað gerir yngri bróðir Pettis? Sergio Pettis er án efa einn af efnilegustu bardagamönnum UFC á þessari stundu, en nær hann að standa undir þeim stimpli? Pettis stóð sig ágætlega í fyrsta UFC bardaga sínum og mætir nú Alex Caceres. Caceres hefur komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni í UFC eftir ómarkverða bardaga í TUF. Caceres hefur sigrað fjóra bardaga í röð (reyndar fannst marijúana í blóði Caceres eftir einn bardaga og því var sá bardagi dæmdur ógildur en sigraði í búrinu engu að síður) í UFC og verður því verðugur prófsteinn fyrir hinn tvítuga Pettis.
  • Enn einn efnilegi veltivigtarmaðurinn mætir: Mike Rhodes er virkilega efnilegur veltivigtarmaður og berst sinn fyrsta UFC bardaga á morgun. Hann æfir hjá Duke Roufus (eins og Pettis bræðurnir) og sést það langar leiðir í sparkboxinu hans. Eina tapið hjá þessum 24 ára bardagamanni kom gegn öðrum efnilegum veltivigtarkappa í UFC, Brandon Thatch. UFC hefur verið duglegt við að sanka að sér efnilegum veltivigtarmönnum (kannski til að sjá til þess að þeir fari ekki í ONE FC og berjist við Ben Askren?) og er Rhodes enn ein spennandi viðbótin. Hann mætir UFC nýliðanum George Sullivan (32 ára), en sá er á síðasta séns til að gera einhverja hluti á ferlinum sínum.
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular