UFC hefur fundið nýjan bardaga fyrir Donald Cerrone í New York. Upphaflega átti Cerrone að mæta Robbie Lawler í draumabardaga en sá bardagi var sleginn af borðinu.
Robbie Lawler treysti sér ekki annan í bardaga svo skömmu eftir að hafa verið rotaður af Tyron Woodley í lok júlí. Cerrone er ólmur til í að berjast á bardagakvöldinu og mun hann að öllum líkindum fá Kelvin Gastelum.
Just confirmed with @danawhite, Cowboy Cerrone vs. Kelvin Gastelum agreed for UFC 205 on Nov. 12 at MSG.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) September 14, 2016
Cerrone er 3-0 í veltivigtinni eftir að hafa barist lengst af í léttvigt með góðum árangri. Síðast sáum við hann klára Rick Story eftir frábæra fléttu og hefur hann sjaldan litið jafn vel út.
Kelvin Gastelum átti að mæta Jorge Masvidal þann 5. nóvember í Mexíkó en var færður í stærri bardaga í New York. Masvidal er afar ósáttur með þessar breytingu en hann mun fá nýjan andstæðing.
Þessi bardagi er kannski ekki alveg eins spennandi og viðureign Cerrone og Lawler hefði verið. Þetta er engu að síður góður bardagi enda Gastelum í 5. sæti styrkleikalistans og vann síðast Johny Hendricks.
UFC 205 fer fram í New York og má búast við risa bardagakvöldi. Bardagakvöldið fer fram þann 12. nóvember í Madison Square Garden en ekki er vitað hver verður í aðalbardaga kvöldsins.