Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDonald Cerrone: Kaupið mitt sýnir að UFC er skítsama um mig

Donald Cerrone: Kaupið mitt sýnir að UFC er skítsama um mig

donald cerroneDonald Cerrone átti virkilega góða frammistöðu í gær þegar hann mætti Patrick Cote. Cerrone sigraði með tæknilegu rothöggi í 3. lotu og hafði ýmislegt að segja á blaðamannafundinum eftir bardagann.

Þetta var annar bardagi Cerrone í veltivigt eftir langa veru í léttvigt. Cerrone getur verið sáttur með frammistöðu sína enda sló hann Cote nokkrum sinnum niður áður en hann kláraði hann í 3. lotu. Cerrone varð þar með sá fyrsti til að klára Cote með höggum. Þess má geta að Cote barðist lengt af í millivigt.

Cerrone fékk 50.000 dollara frammistöðubónus eftir sigurinn. Fyrir sigurinn á Alex Oliveira í febrúar fékk hann 79.000 dollara (9,8 milljónir króna) fyrir að mæta og aðra 79.000 fyrir að vinna. Gera má ráð fyrir að hann hafi fengið svipaða upphæð í gær.

Cerrone virðist ekki vera neitt alltof sáttur með kaupið sitt miðað við ummæli hans í gær. „Kaupið mitt sýnir að UFC er skítsama um mig. En við sjáum til. Kannski ræði ég þetta við Dana [White, forseta UFC] og kannski finnum við lausn á þessu.“

Á blaðamannafundinum kvaðst Cerrone vera nokkuð sama í hvaða þyngdarflokki hann berst í. „Ég fíla léttvigtina og veltivigtina. Sá flokkur sem skilar mér næsta bardaga sem fyrst. Ef það er 155 pund eða 170 fer ég þangað.“

Cerrone sagðist einnig vilja berjast á UFC 200 eftir þrjár vikur.

Cerrone er svona bardagamaður sem UFC hlýtur að elska. Hann klárar bardaga sína mjög oft, vill berjast sem oftast og er skemmtilegur karakter. Cerrone hlýtur að geta fundið góða lausn á kaupinu sínu með Dana White.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Hann fékk um 230 þúsund dollara fyrir bardagann sem gera rúmlega 28 milljónir íslenskra króna. Ég þéna um 6 milljónir króna á ári þannig að þið verðið að afsaka það að ég vorkenni honum bara ekki neitt þó að ég skilji það að ferill íþróttamanns sé stuttur og að menn vilja safna eins miklu fé og þeir geta áður en að þeir hætta en það eru til miklu erfiðari störf þarna úti sem fólk vinnur við alla ævi á alvöru skítakaupi.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular