spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDonald Cerrone mætir Justin Gaethje í september

Donald Cerrone mætir Justin Gaethje í september

Það verður rosalegur bardagi á dagskrá í september í Kanada. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast þá og gæti það auðveldlega orðið besti bardagi ársins.

Donald Cerrone sagðist vera kominn með sinn næsta bardaga í gær á Instagram.

Yahoo Sports og fleiri miðlar greindu síðan frá því að andstæðingur Cerrone yrði Justin Gaethje.

Cerrone er einn allra skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC en hann hefur fengið 18 frammistöðubónusa í UFC og er nú sá sem er með flesta sigra í sögu UFC með 23 sigra.

Gaethje hefur verið magnaður síðan hann kom í UFC en í bardögum sínum fimm hefur hann fjórum sinnum verið í besta bardaga kvöldsins.

Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Vancouver þann 14. september.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular