Thursday, May 2, 2024
HomeErlentLeon Edwards á lykilbardaga um helgina gegn Rafael dos Anjos

Leon Edwards á lykilbardaga um helgina gegn Rafael dos Anjos

Mynd: Snorri Björns.

Leon Edwards er á sjö bardaga sigurgöngu og fær nú mikilvægan bardaga gegn Rafael dos Anjos á laugardaginn. Edwards vill sanna að hann sé einn besti veltivigtarmaður heims.

Leon Edwards er Íslendingum góðkunnur en hann sigraði Gunnar Nelson á UFC bardagakvöldinu í London í mars eftir klofna dómaraákvörðun. Það var hans sjöundi sigur í röð en sigurinn á undan Gunnari var gegn Donald Cerrone. Hann er því á glæsilegri sigurgöngu og nú vill hann fá titilbardaga til að sanna að hann sé besti veltivigtarmaður heims.

„Þetta er bardagi til að sanna að ég sé einn besti bardagamaður heims. Að vinna fyrrum meistara sem er í 3. sæti á styrkleikalista UFC og eiga frábæra frammistöðu, ég held ég muni gera það. Eftir þennan sigur á ég skilið að fá titilbardaga eða að minnsta kosti bardaga um hver fær næsta titilbardaga,“ sagði Edwards í vikunni.

Rafael dos Anjos varð léttvigtarmeistari UFC árið 2015 en tapaði beltinu rúmu ári síðar. Síðan þá hefur hann farið upp í veltivigt og er hann með fjóra sigra og tvö töp í veltivigtinni. Síðast sáum við dos Anjos vinna Kevin Lee með uppgjafartaki í 4. lotu.

„Hann er reynslubolti en mér finnst ég vera mun betri. Ég er líka ungur, ég er bara 27 ára gamall. Ég hef ekki tekið eins mikinn skaða eins og hann. Hann hefur farið í gegnum nokkur stríð á ferlinum en ég er ungur og upprennandi. Ég á ennþá eftir að toppa á ferlinum,“ sagði Edwards um dos Anjos.

Síðasta tap Leon Edwards var gegn Kamaru Usman árið 2015 en Usman er í dag ríkjandi veltivigtarmeistari. Edwards vill fá endurat gegn Usman og telur að það gæti gerst með sannfærandi sigri um helgina. Jorge Masvidal hefur þó tekið stórt stökk að titlinum með tveimur sannfærandi sigrum í röð en Edwards telur það vera fráleitt að Masvidal fái titilbardaga.

Leon Edwards mætir Rafael dos Anjos á laugardagskvöldið en bardaginn er aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í San Antonio. Edwards hefur því verið nokkuð í fjölmiðlum í vikunni en hann skrifaði frábæra grein á ESPN þar sem hann fór yfir æskuárin sín í Jamaíka. Þar sagði hann að MMA hefði bjargað sér frá fangelsum, fátækt og dauða.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular