spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDonald Cerrone mætir Yancy Medeiros í febrúar

Donald Cerrone mætir Yancy Medeiros í febrúar

Donald Cerrone mætir Yancy Medeiros í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Austin í febrúar. Bardagakvöldið fer fram þann 18. febrúar en það er MMA Fighting sem segir bardagann vera nánast staðfestan.

Donald Cerrone byrjaði ferilinn í veltivigt vel eftir að hann færði sig upp úr léttvigt. Hann vann fyrstu fjóra bardagana sína og kláraði þá alla. Síðan þá hefur hann tapað þremur bardögum í röð og verið rotaður tvisvar. Síðast sáum við Darren Till klára hann með höggum í 1. lotu í október.

Cerrone talaði um að færa sig aftur niður í léttvigt en virðist hafa frestað því um sinn. Bardaginn gegn Yancy Medeiros verður í veltivigt og aðalbardagann á UFC bardagakvöldinu í Austin, Texas.

Yancy Medeiros hefur verið á flugi síðan hann fór upp í veltivigt eins og Cerrone. Medeiros hefur unnið alla þrjá bardaga sína í UFC síðan hann fór upp og klárað þá alla. Síðast sáum við hann klára Alex Oliveira í mögnuðum bardaga á UFC 218 en með sigrinum komst hann í 15. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni.

Þetta ætti að verða feikilega skemmtilegur bardagi enda báðir skemmtilegir bardagamenn. Medeiros hefur fengið annað hvort frammistöðubónus eða bónus fyrir besta bardaga kvöldsins í síðustu þremur af fjórum bardögum sínum á meðan Cerrone hefur samtals fengið 18 bónusa á ferli sínum í UFC og WEC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular