spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDonald Cerrone nefbrotinn og með brot í andliti eftir bardagann gegn Conor

Donald Cerrone nefbrotinn og með brot í andliti eftir bardagann gegn Conor

Donald Cerrone fór ekki vel út úr 40 sekúndna bardaganum gegn Conor McGregor á laugardaginn. Cerrone verður frá í einhverja mánuði samkvæmt NAC.

Cerrone át högg, spörk og axlarhögg á 40 sekúndum á laugardaginn. Í gær sendi NAC (íþróttasambandið í Nevada) frá sér keppnisbönn í kjölfarið á læknisskoðun sem allir bardagamenn gengust undir eftir bardagana á laugardaginn. Samkvæmt læknisskoðuninni var Cerrone með brotið nef og smávægileg brot í augntóftinni.

Cerrone fær því 6 mánaða keppnisbann vegna meiðslanna nema læknir úrskurði hann keppnishæfan fyrr. Cerrone má því ekki keppa aftur fyrr en 17. júlí en sjaldgæft er að menn sitji á hliðarlínunni alla sex mánuðina.

Samkvæmt föður Maycee Barber var hún með slitið krossband eftir bardagann gegn Roxanne Modafferi. Barber verður sennilega frá keppni í 9-12 mánuði.

Anthony Pettis og Carlos Diego Ferreira fengu einnig sex mánaða bann nema frekari skoðun leiði í ljós að þeir geti barist fyrr.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular