spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDonald Cerrone sagður mæta Al Iaquinta í maí

Donald Cerrone sagður mæta Al Iaquinta í maí

Donald Cerrone er sagður á leið í búrið gegn Al Iaquinta í maí. Með þessu er sennilega hægt að útiloka bardaga Conor McGregor og Cerrone í júlí.

Lengi hefur verið talað um mögulegan bardaga Donald ‘Cowboy’ Cerrone og Conor McGregor. Talið var að bardaginn yrði mögulega aðalbardaginn á UFC 239 og hápunktur International Fight Week í júlí. Báðir lýstu yfir miklum áhuga á bardaganum en Dana White sagði á dögunum að ekkert yrði úr bardaganum.

Núna er útlit fyrir að Cerrone mæti Al Iaquinta í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Ottawa þann 4. maí samkvæmt ESPN. Munnlegt samkomulag hefur náðst og virðist því bara vera tímaspursmál hvenær þetta verður staðfest af UFC.

Síðast sáum við Cerrone sigra Alexander Hernandez í endurkomu sinni í léttvigt. Iaquinta sigraði Kevin Lee í desember en bardaginn í maí fer fram í léttvigt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular