spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDonald Trump mætti á UFC 244

Donald Trump mætti á UFC 244

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mætti á UFC 244 í New York í nótt.

Donald Trump og Dana White, forseti UFC, hafa lengi þekkst og var Trump sérstakur gestur Dana á UFC 244 í Madison Square Garden í nótt. Að sögn Dana hjálpaði Trump UFC þegar bardagasamtökunum gekk illa. Trump bauðst til að hýsa UFC 30 árið 2001 í Trump Taj Mahal höllinni en á þeim tíma vildi enginn hýsa UFC viðburði.

Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna mætir á MMA viðburð en mikil öryggisgæsla var á staðnum vegna komu Trump.

Trump fékk misjafnar móttökur í höllinni og var honum ýmist fagnað eða baulað á hann.

Trump horfði á upphitunarbardagana með Dana White baksviðs og kom svo fram til að horfa á aðalhluta bardagakvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular