Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mætti á UFC 244 í New York í nótt.
Donald Trump og Dana White, forseti UFC, hafa lengi þekkst og var Trump sérstakur gestur Dana á UFC 244 í Madison Square Garden í nótt. Að sögn Dana hjálpaði Trump UFC þegar bardagasamtökunum gekk illa. Trump bauðst til að hýsa UFC 30 árið 2001 í Trump Taj Mahal höllinni en á þeim tíma vildi enginn hýsa UFC viðburði.
Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna mætir á MMA viðburð en mikil öryggisgæsla var á staðnum vegna komu Trump.
Trump fékk misjafnar móttökur í höllinni og var honum ýmist fagnað eða baulað á hann.
Here is President Trump entering MSG for UFC 244. 📽 @jasonrubin91 pic.twitter.com/AVbbFHk6Av
— Ariel Helwani (@arielhelwani) November 3, 2019
President Trump getting massively booed as he entered the Garden for #UFC244 pic.twitter.com/ZwmSxlQ4uL
— Rob Taub (@RTaub_) November 3, 2019
Trump horfði á upphitunarbardagana með Dana White baksviðs og kom svo fram til að horfa á aðalhluta bardagakvöldsins.