spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDouglas Lima sigraði Rory MacDonald

Douglas Lima sigraði Rory MacDonald

Douglas Lima endurheimti veltivigtartitil sinn í gær með sigri á Rory MacDonald. Lima vann því 8-manna veltivigtarmót Bellator.

Bellator 232 fór fram í gær þar sem þeir Rory MacDonald og Douglas Lima mættust í aðalbardaga kvöldsins. Eftir fimm lotur sigraði Lima eftir dómaraákvörðun (50-45, 50-45 og 49-46) en tveir dómarar gáfu Lima allar fimm loturnar. MacDonald náði ekki að taka Lima niður eins og í fyrri bardaganum og er Lima því aftur veltivigtarmeistari Bellator.

Lima fékk milljón dollara fyrir sigurinn á veltivigtarmótinu. Lima tapaði titlinum til Rory MacDonald í fyrra en hefur nú endurheimt beltið. Þetta er í þriðja sinn sem Lima verður veltivigtarmeistari Bellator en allaf þegar hann hefur endurheimt beltið hefur það verið gegn manninum sem tók beltið upphaflega af honum (MacDonald og Andrey Koreshkov).

Þetta hefur verið gott ár hjá Lima en hann sigraði Korshkov fyrr á árinu og Michael Page.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular