Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeForsíðaDraumabardaginn einu skrefi nær

Draumabardaginn einu skrefi nær

Strikeforce: Melendez v Masvidal

Á meðan Ronda Rousey valtar yfir samkeppnina í UFC er einn bardagi sem allir hafa beðið eftir árum saman. Cyborg er stærsta ógn UFC meistarans og nú er bardaginn á milli þeirra loksins að þokast í rétta átt.

Christiane Justino Venancio, áður Christiane Santos (köllum hana Cyborg) keppir fyrir Invicta en það sem hefur fyrst og fremst komið í veg fyrir draumabardagann við Rondu Rousey er þyngd. Ronda Rousey keppir í 135 punda flokknum en Cyborg í 145 punda flokknum. Hugmyndir hafa komið af og til um 140 punda bardaga en þær hafa alltaf verið slegnar út af borðinu af Dana White og Ronda Rousey. Auk þess er enginn 145 punda flokkur í UFC svo Cyborg hefur ekki getið flutt sig þangað, unnið beltið og þar með lagt upp ofurbardaga á milli tveggja UFC meistara.

Núna á dögunum greindi Sherdog frá því, eftir frásögn Dana White, að Cyborg væri samningsbundin Zuffa (eigendur UFC) og áform eru uppi um að hún berjist í Invicta í 135 punda flokknum seint á árinu. Fyrst þarf hún þó að verja titil sinn í 145 punda flokknum í júlí. Takist henni að létta sig niður í 135 pund og sigra báða bardagana er lítið til fyrirstöðu fyrir hana að flytja sig í UFC og búast mætti við að hún færi beint í meistarann þar sem fáar aðrar koma til greina eins og staðan er í dag.

Það er ýmislegt sem getur komið í veg fyrir bardagann. Ronda Rousey þarf að sigra Bethe Correia í ágúst, Cyborg þarf að sigra tvo bardaga og ná réttri þyngd. Vonin um þennan draumabardaga lifir hins vegar enn. Báðar eru enn á besta aldri og það er markvisst verið að vinna að þessu. Bardagaaðdáendur eru vanir vonbrigðum en stundum rætast draumar.

cyborg

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular