spot_img
Friday, October 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDricus Du Plessis er nýr milllivigtameistari!

Dricus Du Plessis er nýr milllivigtameistari!

Í nótt fengum við nýjan milllivigtarmeistara! Dricus Du Plessis leit vel út gegn Sean Strickland og tókst að sækja klofinn dómara úrskurð gegn víkjandi meistara. Dricus mætti með gott leikjaplan og fylgdi því eftir allan tímann á meðan hann sýndi allar sínar bestu hliðar. 

Sean Strickland fékk mjög góðar viðtökur þegar hann gékk inn í hringinn í nótt. Hann hafði ekki farið fögrum orðum um forsætisráðerherra Kanada dagana áður, en það hafði bara unnið honum inn vinsældir í huga þeirra sem mættu á bardagann. Á sama skapi var Dricus Du Plessis baulaður þegar hann gékk inn. Geta Stricklands til að vinna heimafólkið yfir á sitt band er ótrúleg.  

Bardaginn fór vel af stað fyrir Strickland sem virtist ekki eiga í erfiðleikum með að spila sinn leik og brást alltaf rétt við því sem að Du Plessis sýndi honum. Strickland checkaði tvö leg kicks glæsilega og lenti jabbinu sínu reglulega. Du Plessis tók Strickland niður með vel tímasettu double leg skoti sem var alveg nauðsynlegt fyrir hann til að stokka upp í bardaganum. 

Komandi inn í miðja 2. lotu hafði Du Plessis ennþá ekki lent leg kick og Sean virtist ekki skorta svör við Du Plessis. En Du Plessis hélt áfram að pressa á Strickland og hélt honum á aftari fætinum. Pressan í bland við ógnina við takedown og fléttur í skrokkinn á Strickland gerði varnatilburði hans flóknari og Du Plessis leit meira sannfærandi út eftir að hafa átt í erfiðleikum í byrjun.

Lota 3 og 4 eru meira af því sama. Du Plessis pressar, hótar takedowns, lendir leg kicks, refsar skrokknum og leitar eftir þungum höggum með hægri hendi. Strickland á í erfiðleikum með að verjast undir pressunni og í 4 lotu lítur Strickland út fyrir að var orðinn örlítið ragur. Loturnar og bardaginn er þó jafn allan tímann og gengur fram og til baka. Það varengan veginn hægt að segja að Du Plessis skorti þol eins og talað var um fyrir bardagann. 

Sean fer inn í 5. lotuna með punginn úti og tilbúinn að gefa allt í bardagann undir lokinn. Hann lætur Du Plessis vinna fyrir lotunni og er alveg tilbúinn að taka eitt til að gefa eitt. En það reyndist full seint í rassinn gripið fyrir Sean Strickland.  

Niðurstaðar er split decision fyrir Dricus Du Plessis.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular