Fyrrum léttvigtarmeistarinn Eddie Alvarez snýr aftur í búrið og mætir Dustin Poirier á UFC 211. Bardagakvöldið fer fram þann 13. maí í Dallas en ESPN greindi fyrst frá þessu.
BREAKING: Eddie Alvarez vs. Dustin Poirier verbally agreed to UFC 211 on May 13 in Dallas.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) March 7, 2017
Eddie Alvarez hefur ekkert barist síðan hann tapaði beltinu sínu til Conor McGregor á UFC 205 í nóvember. Alvarez vildi fá bardaga við Nate Diaz en hann hafnaði boðinu. Þá var Michael Chiesa að óska eftir bardaga gegn Alvarez en honum leist best á Poirier líkt og kom fram í viðtali hans við Ariel Helwani á mánudaginn.
Dustin Poirier vann Jim Miller á UFC 208 en hann hefur innið fimm af sex bardögum sínum síðan hann fór upp í léttvigt. Bæði Poirier og Alvarez tapað fyrir Conor McGregor eftir rothögg.
Þá hefur bardagi Sergio Pettis (yngri bróðir Anthony Pettis) gegn Henry Cejudo verið staðfestur á kvöldið. Bardaginn fer fram í fluguvigt og er enn einn flotti bardaginn sem bætist við á bardagakvöldið.
Á UFC 211 verða tveir titilbardagar en hér að neðan má sjá þá bardaga sem hafa verið staðfestir.
Titilbardagi í þungavigt: Stipe Miocic gegn Junior dos Santos
Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jędrzejczyk gegn Jéssica Andrade
Veltivigt: Demian Maia gegn Jorge Masvidal
Léttvigt: Eddie Alvarez vs. Dustin Poirier
Fluguvigt: Henry Cejudo vs. Sergio Pettis