spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEddie Alvarez mætir Dustin Poirier á UFC 211

Eddie Alvarez mætir Dustin Poirier á UFC 211

Fyrrum léttvigtarmeistarinn Eddie Alvarez snýr aftur í búrið og mætir Dustin Poirier á UFC 211. Bardagakvöldið fer fram þann 13. maí í Dallas en ESPN greindi fyrst frá þessu.

Eddie Alvarez hefur ekkert barist síðan hann tapaði beltinu sínu til Conor McGregor á UFC 205 í nóvember. Alvarez vildi fá bardaga við Nate Diaz en hann hafnaði boðinu. Þá var Michael Chiesa að óska eftir bardaga gegn Alvarez en honum leist best á Poirier líkt og kom fram í viðtali hans við Ariel Helwani á mánudaginn.

Dustin Poirier vann Jim Miller á UFC 208 en hann hefur innið fimm af sex bardögum sínum síðan hann fór upp í léttvigt. Bæði Poirier og Alvarez tapað fyrir Conor McGregor eftir rothögg.

Þá hefur bardagi Sergio Pettis (yngri bróðir Anthony Pettis) gegn Henry Cejudo verið staðfestur á kvöldið. Bardaginn fer fram í fluguvigt og er enn einn flotti bardaginn sem bætist við á bardagakvöldið.

Á UFC 211 verða tveir titilbardagar en hér að neðan má sjá þá bardaga sem hafa verið staðfestir.

Titilbardagi í þungavigt: Stipe Miocic gegn Junior dos Santos
Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jędrzejczyk gegn Jéssica Andrade
Veltivigt: Demian Maia gegn Jorge Masvidal
Léttvigt: Eddie Alvarez vs. Dustin Poirier
Fluguvigt: Henry Cejudo vs. Sergio Pettis

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular