spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEdith Bosch: Síðasta konan til að vinna Rondu Rousey

Edith Bosch: Síðasta konan til að vinna Rondu Rousey

Edith Bosch
Edith Bosch

Edith Bosch sigraði Rondu Rousey í júdó á Ólympíuleikunum í Beijing árið 2008. Bosch er þar með síðasta konan til að vinna Rondu Rousey í keppni.

Glíma þeirra fór fram í fjórðungsúrslitum Ólympíuleikanna í -70 kg flokki kvenna. Bosch sigraði eftir gullskor (seinni framlenging, sú fyrsta til að skora stig vinnur) en sigurinn þýddi að Rousey átti ekki lengur möguleika á gullinu. Enn þann dag í dag talar Rousey um þau vonbrigði að hafa ekki náð í gull á Ólympíuleikunum.

Bosch er hætt í júdóinu í dag og átti glæsilegan feril. Hún bar viðurnefnin Bambi, Mrs. Slam og The Boss á keppnisárum sínum og lýsti Rousey henni í ævisögu sinni sem erkióvini sínum. Í bókinni lýsir Rousey Bosch sem „180 cm Hollendingi með 8-pack.” Rousey fannst hún vera eins og hobbiti í samanburði við Bosch.

Það var sannarlega rígur á milli þeirra og ásakaði Rousey hana um að kýla sig í glímunni mikilvægu. Bosch var heldur ekki að skafa af hlutunum í viðtali við MMA Junkie á dögunum. „Á dýnunum er hún tík. En þú verður að vera það, ég var það líka.“ Þær Rousey og Bosch mættust einnig á Pan Am leikunum og German Open árið 2007 þar sem Rousey fór með sigur af hólmi.

Bosch er yfir sig hrifin af árangri Rousey í MMA. Þó rígurinn hafi verið til staðar á sínum tíma myndi Bosch gjarnan vilja fá sér kaffibolla með Rousey og fá loksins að kynnast manneskjunni sem hún keppti svo oft við.

Hin 35 ára Bosch hefur engan hug á að fara í MMA í dag þó sú hugmynd hafi komið upp fyrir tveimur árum síðan. „Ég hef oft hugsað til þess hvað myndi gerast ef við myndum mætast í MMA og taka almennilega á því. En ég held ég geti alveg útilokað það í dag. Ég væri þó alveg til í að kýla hana,“ sagði Bosch að lokum.

Kannski var það fyrir bestu að Rousey skyldi ekki hafa tekið gullið á Ólympíuleikunum. Hún hefur áður sagt vonbrigðin hafi hvetjandi áhrif á sig og með hverri titilvörn nær hún að bæta aðeins fyrir vonbrigðin 2008. Kannski væri Rousey ekki eins mikill yfirburðarkeppandi í sínum flokki í dag ef hún hefði tekið gullið á sínum tíma?

Edith Bosch er í dag síðasta konan til að vinna Rondu Rousey í keppni. Kannski mun það breytast þegar Rousey mætir Holly Holm á laugardaginn í aðalbardaga UFC 193.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular