Saturday, May 18, 2024
HomeErlentEfnilegustu bardagamennirnir utan stóru MMA samtakana

Efnilegustu bardagamennirnir utan stóru MMA samtakana

Það getur verið gaman að leita uppi unga og efnilega bardagamenn. Hér tökum við saman unga bardagamenn sem eru gríðarlega efnilegir og gætu orðið heimsmeistarar í framtíðinni.

Allt eru þetta bardagamenn sem eru á góðri uppleið en ekki ennþá komnir í þessu stærstu bardagasamtök (UFC, Bellator, ONE og Rizin)

5. Jake Hadley, 24 ára (7-0)

Jake Hadley er ósigraður Englendingur í fluguvigtinni sem vert er að fylgjast með. Hann er ríkjandi fluguvigtarmeistari í Cage Warriors og gæti verið á leið í UFC. Hadley hefur verið duglegur að tala um UFC nýlega og segist hreinlega vera hissa á því að UFC sé ekki búinn að heyra í honum. Hann hefur nokkuð til síns máls þar sem UFC hefur verið að semja við nokkra mun slakari fluguvigtarmenn nýlega. Til gamans má geta að Hadley á sameiginlegan andstæðing við okkar eigin Bjarka Ómarsson en þeir hafa báðir barist við Reece Street. Þá vann Bjarki hann á 19 sekúndum en það tók Hadley eina mínútu og 30 sekúndur.

Hadley gæti orðið mjög góður en glíman hans gæti kannski ekki alveg staðiðst snúninginn ef hann færi í UFC því að þar eru mjög sterkir glímumenn í fluguvigtinni. Hadley er líklega sá bardagamaður á þessum lista sem gæti verið hvað bestur í náinni framtíð en sömuleiðis er hann líka með lægsta þakið af þeim öllum.

4. Bo Nickal, 24 ára (0-0)

Bandaríkjamaðurinn Bo Nickal kemst á þennan lista þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni tekið einn áhugamannabardaga í MMA. Nickal er þó engin nígræðingur í bardagaíþróttum en hann stefnir á að keppa á Ólympíuleikunum í sumar og hefur unnið bæði opna bandaríska og U-23 ára heimsmeistaramótið í glímu. Eftir Ólympíuleikana stefnir hann að því að hætta í glímu og fara yfir í MMA.

Nickal er nú þegar byrjaður að æfa MMA og hefur verið í American Top Team og hjálpaði meðal annars Jorge Masvidal fyrir bardagann á móti Kamaru Usman. Einnig keppti Nickal á móti Gordon Ryan í jiu-jitsu þar sem hann tapaði en stóð sig vel þar sem þetta var í fyrsta sinn sem hann keppti í jiu jitsu. Nickal er ennþá óskrifað blað í MMA og erfitt að spá fyrir hvernig honum muni ganga að skipta yfir í MMA en það verður svo sannalega spennandi að fylgjast með honum. Nickal fer sennilegast beint í atvinnubardaga og sleppi því alveg að taka áhugamannabardaga. Bellator hefur samið við nokkra bardagamenn sem eru án bardaga gætu reynt að taka hann strax. Það mun því ekki líða á löngu þar til við sjáum hann í MMA bardaga.

3. Salahdine Parnasse, 23 ára (14-0-1)

Parnasse er ósigraður Frakki sem berst í KSW. Að mínu mati hafa bardagamenn sem koma úr KSW yfirleitt valdið vonbrigðum í UFC en ég að vona að Parnasse sé undantekninginn því að hann lítur rosalega vel út. Þrátt fyrir að vera einungis 23 ára hefur hann tekið 15 bardaga og kominn með fjaðurvigtarbeltið í KSW. Parnasse vann beltið eftir að þáverandi meistari, Mateusz Gamrot, fór í UFC. Það sem er kannski merkilegast við Parnasse er hvað hann er með flott bardagaskor miðað við aldur. Einnig eru þessir bardagar á móti flottum og reyndum andstæðingum þannig hann er ekki bara að berjast við einhverjar dósir. Parnasse er með bardaga skipulagðan 30. janúar og ef hann vinnur hann finnst mér líklegt að eitthvað af stærri samtökum fari að sækja hann.

2. Erin Blanchfield, 21 árs (6-1)

Blanchfield er gífurlegt efni í fluguvigtinni og það kæmi mér mjög á óvart ef Blanchfield verður ekki komin í UFC fyrir lok árs. Það hefði verið betra fyrir hana ef það hefði ekki verið hætt við titilbardagan hennar í Invicta á móti Pearl Gonzalez í nóvember en mér finnst líklegt að hún taki beltið snemma á árinu og færi sig síðan yfir til UFC. Tvær stelpur hafa tapað á móti Blanchfield og eru nú þegar komnar í UFC. Það ætti að vera bara tímaspursmál hvenær hún tekur skrefið.

Blanchfield byrjaði að æfa jiu-jitsu sjö ára gömul og tveimur árum seinna byrjaði hún að keppa í sparkboxi og á glímumótum. Þegar hún var 12 ára ákvað hún að hún vildi verða atvinnumaður MMA. Árið 2017 vann hún Eddie Bravo Invitational uppgjafarglímumót í fluguvigt. Hún er gífurlega efnileg og getur náð mjög langt í UFC þegar hún kemst þangað og er ég viss um að hún mun einhvern tímann vera á topp 5 eða jafnvel meistari í UFC.

1. Ian Garry, 23 ára (5-0)

Írinn Ian Garry er ósigraður bardagamaður sem berst í veltivigt fyrir Cage Warriors. Cage Warriors er einn besti staðurinn fyrir unga bardagamenn að þróast þar sem að flestir af þeim sem skara fram úr þar fara í UFC eða Bellator. Þetta er akkúrat leiðin sem Garry er á og eftir mjög sannfærandi ár 2020 þar sem hann kláraði báða bardagana sína á hann klárlega farmtíðina fyrir sér í sportinu. Garry hefur lengi verið talinn efnilegur en hann er með svart belti í júdó og er með yfir 50 bardaga í sparkboxi. Garry er með smá Íslandstengingu en hann sigraði Guðlaug Þór árið 2018 en það var síðasti áhugamannabardagi Garry áður en hann gerðist atvinnumaður. Þá er hann að æfa hjá Chris Fields en sá hefur margoft komið til Íslands til að æfa í Mjölni.

Hann berst núna í veltivigt en telur líklegt að hann færi sig upp í millivigt á endanum þar sem hann er enþá að vaxa. Eftir seinasta bardaga bað hann um að fá titilbardaga næst og gæti það alveg gerst. Hann er ennþá ungur og er sennilega skynsamlegast fyrir hann að halda sér í Cage Warrirors til að safna reynslu. Einnig hefur hann talað um það að hann vilji verða meistari í veltitivgt og millivigt hjá Cage Warriors. Ef honum tekst það fetar hann í fótspor Conor McGregor sem var einnig tvöfaldur meistari í Cage Warriors á sínum tíma.

Bardagamenn sem ekki komust á listann

Það eru fullt af bardagamönnum um víða veröld sem komust ekki á topp 5 listann að þessu sinni en er þess virði að fylgjast með:

Rafa García, 26 ára (12-0)
Nick Maximov, 23 ára (6-0)
Anthony Romero, 23 ára (9-0)
Jack Cartwright, 26 ára (9-0)
Kenneth Cross, 26 ára (12-3)

Sævar Helgi Víðisson
Sævar Helgi Víðisson
- Fjölmiðlafræðinemi - Keppnisreynsla í hnefaleikum - Langt leiddur MMA aðdáandi
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular